Wednesday, September 21, 2005

Ítrekun og leiðrétting


Fór á stúfana í morgun og náði mér í eplakinnar við Nordica hótel. Á slaginu 18:00 verða önnur mótmæli, þau verða við Ráðhús Reykjavíkur. Það eru eindregin fyrirmæli mín að fólk hypji sig þangað, hafi fleiri með sér, og gleymi ekki að klæðast hlýjum fötum ef það skyldi verða kalt. Auk þess er góð hugmynd að hafa með sér pottlok, dómaraflautu eða eitthvað annað sem hægt er að nota til að framkalla hávaða.

Í þarsíðasta bloggi mínu varð mér á í messunni. Sagði að rafskautaverksmiðjan mundi menga á við 172.000. Hið sanna er að það er álverið í Reyðarfirði sem mun gera það. Í einum lygnasta firði landsins. Ferlíkið í Hvalfirði mun hins vegar menga á við fjórðung bílaflota landsmanna (sem ég giska á að séu þá ~30.000 bílar). Ég læt fylgja hluta af leiðréttingunni, sem er frá Örnu (vona að mér fyrirgefist):
"Rafskautaverksmiðja í Hvalfirði mun skila meira af krabbameinsvaldandi eiturefnum út í andrúmsloftið en áður eru dæmi um hérlendis og láta frá sér álíka mikið af gróðurhúsalofttegundum og fjórðungur bílaflota landsmanna." [linkur]
...
Landverndarvefurinn er með nokkuð af upplýsingum: [linkur]
...
Engir Íslendingar sitja í stjórn Kapla hf. sem mun byggja rafskautaverksmiðjuna. [linkur]

No comments:

Post a Comment