Friday, September 30, 2005

Síðasta blogg mitt hér var skrifað klukkan hálf sex á miðvikudagsmorgni, og hafði ég þá verið vakandi alllengi. Skömmu eftir að ég skrifaði það fór ég í bólið, las smávegis og sofnaði svo eins og steinn. Ég vaknaði rétt fyrir klukkan níu um kvöldið - eftir hartnær sextán tíma svefn. Ég var vel að honum kominn, og veitti ekki af. Spratt á fætur, hraðaði mér á mikilvægan fund (sem ég var vitaskuld og seinn á) og leit síðan við í Snarrót, þar sem ég sat lengi kvölds. Kom heim, fór beint í tölvuna og sinnti nokkrum erindum - það tók tíma. Fór í bólið um 7 á fimmtudagsmorgni, las nokkuð í áhugaverðri bók, og ætlaði svo að sofna. Mínar eigin hugsanir héldu fyrir mér vöku. Það var byrjað að birta af degi og ég, í bjartsýni minni, lá með augnskjól á andlitinu og reyndi að sofna. Átti erfitt með að festa svefn, lá því í staðinn og hugsaði. Eftir korter áttaði ég mig á að ég hafði fengið góða hugmynd, settist upp og skrifaði eina blaðsíðu (A4) af hugleiðingum. Lagðist niður aftur. Þetta endurtók sig nokkrum sinnum. Klukkan 10:30 nennti ég þessu ekki lengur og fór á fætur, fimm eða sex blaðsíðum ríkari af hugleiðingum sem ég er feginn að hafa náð að hripa niður. Núna er ég ennþá vakandi ... og er að fara að sofa svefni hinna réttlátu.
Talandi um að misbjóða sjálfum sér.

No comments:

Post a Comment