Wednesday, September 14, 2005

Málaliðar frá Blackwater eru á götunum í New Orleans og vernda eignir elítunnar fyrir fátækum. Washington Times greinir frá. "Mercenaries guard homes of the rich in New Orleans" segir Guardian. Morðingjarnir og glæpamennirnir fjórir sem æstur múgur drap í Fallujah, Írak, síðasta haust, og dró brennandi líkin um göturnar áður en hann hengdi þau upp á fótunum, voru einmitt frá Blackwater (og nei, þeir voru sko engir sakleysingjar). Nánar er sagt frá þessu á Truthout, m.a. frásagnir sjónarvotta:
[O]ne of the Blackwater men ... said he was "just trying to get back to Kirkuk (in the north of Iraq) where the real action is." Later we overheard him on his cell phone complaining that Blackwater was only paying $350 a day plus per diem. That is much less than the men make serving in more dangerous conditions in Iraq. Two men we spoke with said they plan on returning to Iraq in October. But, as one mercenary said, they've been told they could be in New Orleans for up to 6 months. "This is a trend," he told us. "You're going to see a lot more guys like us in these situations.
Málaliðar, nefnilega það. Þess má geta að þetta rudda fyrirtæki hefur á sínum snærum fjöldann allan af frv. hermönnum suður-afrísku aðskilnaðarstjórnarinnar - og aðra stríðsglæpamenn af sama sauðarhúsi. CommonDreams fjalla líka um þetta. Skoðið heimasíðu Blackwater, þetta fyrirtæki fyllir mig viðbjóði. Atvinnudráparar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
1. og 2. október nk. verður ráðstefna á Ítalíu um írösku andspyrnuna, og mun bera titilinn Leave Iraq in Peace — Support the Legitimate Resistance of the Iraqi People. Ítölsk yfirvöld hyggjast ekki hleypa íröskum þátttakendum inn í landið, eftir að 44 hægrisinnaðir (nema hvað) bandarískir þingmenn skoruðu á Berlusconi að meina þeim inngöngu. Að þessari áhugaverðu ráðstefnu standa margvíslegir vinir Íraks og heimasíðu hennar getur að líta hér.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Norður-Kóreustjórn þverneitar að leggja á hilluna áætlanir um byggingu kjarnorkuvera í friðsamlegum, borgaralegum tilgangi. Auðvitað. Norður-Kórea er rafmagns-svelt. Hún er meira og minna rafmagnslaus nokkra tíma á dag. Ég skil ekki hvernig þeim ætti svo mikið sem að detta í hug að leggja áætlunina á hilluna. Þeir ætluðu einu sinni að gera það, og í stðainn ætluðu Bandaríkjamenn að aðstoða þá við að koma sér upp öðrum orkuverum - og stóðu svo ekki við það. Norður-Kórea hlýtur að eiga heimtingu á að vera eins sjálfbjarga og hún er fær um, ekki satt?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í Times of India greinir blaðamaður frá augliti-til-auglitis fundi sínum við Prachanda formann nepalskra maóista, í þorpi einu.

No comments:

Post a Comment