Sunday, September 11, 2005

Frá Nepal er það að frétta, að maóistar og royalistar brigsla hvorir öðrum um ofbeldisaðgerðir: Royalistar að maóistar hafi ekki staðið við einhliða vopnahléð sem Prachanda formaður lýsti yfir fyrir nokkrum dögum, en maóistar að royalistar hafi gert árásir á flokksmenn maóistaflokksins sem séu í "virkri vörn" og svari því fyrir sig ef ráðist er á þá. Prachanda biður um að Sameinuðu þjóðirnar sendi menn til að fylgjast með því hvernig vopnahléð er haldið. Indverjar eru andvígir íhlutun SÞ í Nepal (það vekur mann til umhugsunar). Almenningur á enga von heitari en að vopnahléð vari sem lengst. Prachanda hefur varað royalista við því að ef árásir haldi áfram verði maóistar neyddir til að rifta vopnahléinu og taka aftur frumkvæði í hernaðaraðgerðum.

No comments:

Post a Comment