Tuesday, September 13, 2005

Bandaríkin og Norður-Kóreumenn eru sagðir þokast í samkomulagsátt.
Í gær fékk ég góðan grip í pósti: DVD-disk með áróðursmyndbandi frá Norður-Kóreu. Horfði á þetta athyglisverða myndband í Snarrót í góðum félagsskap - og þetta meistarastykki verður sko sýnt oftar!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Vopnahléð í Nepal þykir ófullkomið og forysta maóista virðist ekki hafa fulla stjórn á mönnum sínum.* Maóistar hafa þó unnið einn sigur með vopnahléinu: Konungurinn hefur aflýst heimsókn sinni til allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.* Pólitískt séð er kóngsi óneitanlega kominn í hann krappan, sem endurspeglast líka í því að hann ætlar að fjölga í hernum um 7000 menn.* Hann mundi varla gera það ef hann þyrfti þess ekki. Þingræðisflokkarnir skora á maóista að vera "þolinmóðir" og halda vopnahléinu áfram og eru sjálfir hvergi nærri af baki dottnir, halda götumótmælum og útifundum áfram.*
Ég er ánægður með fyrirsögnina á þessari frétt Kantipur Online: "Civil society reps urge Maoists not to lose patience" - þingræðisflokkarnir eru nefnilega nákvæmlega það: Fulltrúar fyrir borgaraleg félag í Nepal. Innanlands nýtur konungurinn nefnilega stuðnings stórlandeigendastéttar og hástéttar, maóistar njóta stuðnings dalíta, fátækra bænda og verkamanna, þingræðisflokkarnir millistéttar í þéttbýli - svo ég ofur-einfaldi um leið og ég alhæfi! Það er, með öðrum orðum, mjög rétt lýsing að kalla þingræðisflokkana fulltrúa hins borgaralega félags.
Asian Tribune gengur svo langt að spyrja hreint út: "Nepal: Countdown to Republic?"

No comments:

Post a Comment