Thursday, September 29, 2005

Ég verð á síðdegisvakt í Snarrót í dag. Ég hyggst hafa Kommadistró Íslands með mér, þannig að ef einhver hefur óstjórnlegan áhuga á einhverjum hinna æðisgengnu bóka sem þar standa til boða á vægu verði, þá er um að gera að líta við í Snarrót í dag milli klukkan 14 og 18.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Dr. Mustafa Barghouthi og Joan Jubran tjá sig um Aðskilnaðarmúrinn í Palestínu og hvernig hann leggur stein í götu heilbrigðisstarfs og annarra innviða palestínsks samfélags. Hvernig skyldu Ísraelar sjá fyrir sér að hægt verði að halda friðinn þegar annar aðilinn ber alltaf skarðan hlut frá borði?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Konungur Nepals býr sig undir að lögleiða nýja, gerræðislega stjórnarskrá, segja talsmenn þingræðisflokkanna. Nefnd indverskra stjórnmálamanna sem komnir eru til Nepal til að kynna sér ástandið mætir ákveðinni andstöðu konungsins og er grýtt af stuðningsmönnum hans.
Foreign Policy in Focus birtir greinargerð um ástandið í Nepal, sem ástæða er til að benda á, og Power and Interest News Report birtir einnig greinargerð um Nepal, styttri og almennari.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Viðtal Amy Goodman við meðlimi Human Rights Watch um fanga í New Orleans sem voru skildir eftir í fangelsunum þegar flóðbylgjan skall á.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég bætti nokkrum linkum inn á hinn langa lista hér til hliðar. Auk þess gerði ég eina leiðréttingu. Sá sem getur fundið hana fær að launum bók að eigin vali úr Kommadistrói Íslands.

No comments:

Post a Comment