Saturday, September 3, 2005

Er Barenboim gyðingahatari?“ -- þetta er ljóta ruglið. Eins alvarlegt vandamál og gyðingahatur er, og hefur verið í taímans rás, þá er eins og zíonistar átti sig ekki á einu: Andstaða við helstefnu zíonismans stafar ekki af andúð á gyðingum. Eru menn svona tregir að þeir skilji ekki muninn? Eða blanda þeir þessu viljandi saman til þess að sverta gagnrýnendur sína með ódýrum ad hominem skotum og strámönnum? Tregða eða óheiðarleiki, eru fleiri möguleikar? Tregir eru þeir að minnsta kosti ekki.
Fyrst ég er að tala um zíonisma, þá get ég ekki annað en rifjað upp eina rauðsíldar-grein sem SUSari nokkur skrifaði fyrir nokkru síðan: „Hommar í Palestínu“ -- þar er skýrt frá því hvað staða samkynhneigðra í Palestínu er slæm, og það er líka alveg rétt, eftir því sem ég kemst næst. Það mátti skilja af greininni að þetta væri vegna þess að Palestínumenn væru vondir. Fordómar vaða vissulega uppi í Palestínu eins og fleiri arabalöndum, en gætum að: Palestínski homminn er ekki bara kúgaður af Palestínumönnum af því hann er hommi -- heldur líka af Ísraelum af því hann er Palestínumaður. Það hefði reyndar mátt bætaþví við að lesbíur í Palestínu eru auk þess kúgaðar sem konur, þær eru kúgaðar þrefalt. Þetta eru ekki rök gegn þjóðfrelsi Palestínumanna!

No comments:

Post a Comment