Saturday, September 24, 2005

Ég held að það þurfi á næstunni að opna umræðu um borgaralega óhlýðni og beinar aðgerðir, um mótmæli og handtökur, um álit almennings og hlutverk almennings, sóknarfæri og getu til að halda uppi baráttu. Það þarf að ræða strategísk og taktísk sjónarmið. Það verður að taka tillit til beggja og þetta tvennt verður ekki slitið úr samhengi nema með neikvæðum afleiðingum fyrir baráttuna. Ofuráhersla á taktík með vanrækslu á strategíu er það sem kallast tækifærismennska. Til að ná árangri þarf fyrst að svara strategískum spurningum; hvað er markmiðið og hvernig aðferðir eru líklegar til að skila oss áleiðis? Taktískar spurningar koma á eftir, hvort þessi aðferðin eða hin er gagnleg eða ekki.

No comments:

Post a Comment