Monday, September 26, 2005

Ef maður vill að eitthvað sé almennilega gert ætti maður að gera það sjálfur...


...eða svo er sagt. Væri það hrokafullt eða yfirlætislegt ef ég tæki mig til, upp á eigin býti, og stofnaði Kommúnistaflokk Íslands? Ég gæti verið eini meðlimurinn til að byrja með, samþykkt metnaðarfulla stofnskrá og skipulagsskrá og lög, skipulagt flokksfélög og haldið stofnfund og gert allt sem þarf að gera. Svo þegar flokkurinn minn flokkur alþýðunnar væri tilbúinn og væri skipulagður á fullkomnn hátt, þá gæti ég farið að dorga eftir fleiri félögum. Væri nokkuð að því?

No comments:

Post a Comment