Wednesday, September 28, 2005

Já, seljið grimmdarseggjum morðtól, glæpamennirnir ykkar! Notið síðan peninginn til að þróa ennþá svakalegri morðtól!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hér er greinargerð sem er þess virði að lesa, um uppgang lögregluríkis í Bandaríkjunum. Aukinn styrkur framkvæmdavaldsins er skýrt merki um vaxandi stéttamótsetningar. Það meikar því miður fullkomið sens að Bandaríkin leggi inn á þessa ógæfubraut nú.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sagt er að kólumbísku skæruliðarnir í FARC hafi haft uppi áætlanir um stóra atlögu á sjálfa höfuðborgina Bogotá.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"Engir góðir gæjar" segir Óli Gneisti um Baugsmálið. Ég held ég megi segja að það sé eins og talað út úr mínu hjarta. Ef tvö lið takast á, og maður telur þau bæði til andstæðinga sinna, á maður þá að taka afstöðu með öðru gegn hinu? Á maður að taka afstöðu með andstæðingi sínum?
Þetta er að vísu snúin spurning; ég býst við að svarið fari eftir atvikum. Stundum held ég að svarið sé "já". Þannig held ég að Vesturveldin og Sovétríkin hafi gert vel, að snúa bökum saman gegn Hitler á sínum tíma. En þarna er reyndar enginn Hitler. Þannig að ég held að í þessu máli, eins og fleiri nýlegum málum hér á Íslandi, sé best að vera á móti báðum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"How stupid can you be, arresting Cindy Sheehan while the whole world is watching?" spyr Bev Conover (hverslags nafn er það?) forseta Bandaríkjanna.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sen. Joseph R. Biden Jr., Delaware Democrat, yesterday strongly endorsed giving soldiers the power to arrest American civilians.

No comments:

Post a Comment