Monday, September 19, 2005

Báðir stóru flokkarnir í Þýskalandi töpuðu. Gott á þá. Schröder er mér ekki að skapi en Merkel er hálfu verri. Klare Absage an rechter Politik segir Peter Schwartz í Partei für soziale Gleichheit og hittir naglann á höfuðið held ég barasta.

...og Norður-Kóreumenn hafa náð samningum í sexhliða viðræðum um kjarnorkuvopn. Mér þykir týra á skarinu. Segjast ætla að eyða kjarnorkuvopnum sínum.

Stríðið gegn ónógum upplýsingum“ nefnist ný grein á Gagnauga.

„The deployment of mercenaries in New Orleans is an act of war against the American people“ segir Mike Whitney.

Lesið um ráðstefnuna sem verður í Róm 2. október, tileinkuð írösku andspyrnunni. Bandarískir og ítalskir hægrimenn hafa lagt stein í götu hennar, m.a. með því að neita Írökum á leið þangað um vegabréfsáritun.

Nepalska krúnan útilokar viðræður við maóista nema þeir afvopnist.
Gefur ekki auga leið hvað krúnan vill? Eða, réttara sagt, hvað hún vill ekki? Hún vill bersýnilega ekki friðarviðræður. Þá mundi hún ekki setja óaðgengileg skilyrði. Eins og maóistar færu að afvopnast núna, ráðandi meira en hálfu landinu. Það er ekki eins og krúnan fari að afvopnast, er það?
Þankabankinn International Crisis Group í Bruxelles gerir grein fyrir stjórnmálaástandinu í Nepal. Þar segir meðal annars: „The Maoists are militarily strong and control much of the countryside but have failed to win popular support.“ Ég býst við að margir séu hræddir við þá. Herskáir byltingarsinnar eru ógnvekjandi, á ég von á, og svo býst ég við að margir álíti þá hafa átt upptökin að ófriðnum sem hefur skekið landið undanfarin níu ár. „History may credit Gyanendra for forcing the pace of political developments, albeit not as he had hoped.“ Þessi setning er gull. Þetta er svo satt. Með einræðistilhneigingum og beinu einræði, siðferðislega gjaldþrota einræði og ribbaldaskap, þá hefur Gyanendra konungi tekist eitt: Að flýta gangi sögunnar. Út af fyrir sig má segja að það sé jákvætt. „The Maoists are strong and determined, possibly serious about peace talks but also reluctant to give up the advantages they have won through force.“ - Það þykir mér vel skiljanlegt! Lesið afganginn af greininni hér. Á heimasíðu ICG má lesa meira um Nepal hér.

No comments:

Post a Comment