Thursday, September 8, 2005

"Enn allt á huldu um dánarorsök Yassers Arafats" segir á vef Morgunblaðsins. Ef allt var "með felldu" í kring um dauða hans, hvers vegna er þá ekki hægt að upplýsa dánarorsökina? Ég skil ekki hvað er verið að fela. Það getur verið að Ísraelar hafi eitrað fyrir honum (eins og þeir reyndu m.a. að drepa Khaled Meshal í Amman '97). Ef þeir gerðu það gætu læknarnir verið ráðþrota og ekki fundið hvað nákvæmlega væri að. En á hinn bóginn þurfa Ísraelar ekki að hafa eitrað fyrir hann til þess að vera ábyrgir fyrir dauða hans. Þeir höfðu haldið honum, umsetnum, í stofufangelsi í hálfhrundu húsi í nokkur ár. Að komast ekki undir bert loft svo árum skiptir og búa á meðan við óheilnæmar aðstæður inni fyrir, það dugir til að láta flesta missa heilsuna. Það er m.ö.o. Sharon sem ber ábyrgð á því að Arafat missti heilsuna, hvort sem hann var ráðinn af dögum með eitri eða ekki.

"Verjandi Saddams neitar því að hann hafi játað nokkuð" segir einnig á vef Morgunblaðsins. Athyglisvert. Mér skildist að Talabani hefði skriflega játningu og gerða í votta viðurvist. Kannski að Saddam hafi verið látinn éta eitthvað (eða sprautaður með einhverju) sem slævir dómgreindina áður en hann var látinn skrifa undir?

Jústsénkó hefur vikið Tímósénkó frá. Það hefði ég líka gert. ÉG veit samt ekkert hvað kemur í staðinn - en það er örugglega einhver sem ég hefði ekki valið!

Í Nepal virðist vera almenn ánægja með að maóistar hefi lýst einhliða vopnahléi. Ríkisstjórnin segir þeim að leggja niður vopn "til að sýna að þeim sé alvara"* en maóistar svara og segja ríkisstjórninni að lýsa líka yfir vopnahléi og þá geti viðræður hafist.* Að ríkisstjórnin krefjist þess að maóistar afvopnist held ég að sýni bara að hún vill ekki viðræður. Stjórnin getur sagt sér það sjálf að þeir munu ekki gera það. Hún setur skilyrði sem hún veit að þeir munu ekki ganga að. Ef því verður haldið til streitu getur það varla þýtt annað en: Engar viðræður. Í staðinn boða maóistar til mótmæla frá 10. september til 3. desember.*
Gyanendra einræðisherra/konungur í Nepal hefur aflýst heimsókn sinni til Sameinuðu þjóðanna. Hann hefur ekki stuðning nema frekar lítils hluta þjóðarinnar, og t.d. mótmæltu þingræðislegu sjöflokkarnir væntanlegri heimsókn hans og sögðu Kofi Annan að hann hefði ekki umboð þeirra. Það er niðurlægjandi að standa umboðslaus frammi fyrir Sameinuðu þjóðunum og vera ekki trúverðugur sem fulltrúi þjóðar sinnar, svo heimsókninni var aflýst.

No comments:

Post a Comment