Monday, September 5, 2005

LÍÚ segir að hátt olíuverð sé að sliga útgerðina. Nú stendur krónan sterk gv. dollar, þannig að olíuverðið hefur kannski ekki hækkað eins mikið hér og erlendis, hlutfallslega, en samt er hún að „sliga útgerðina“. Mér er spurn, hvernig verður þetta eftir nokkur ár?
Olíukreppan er ekki nema rétt að byrja. Loftvog efnahagskerfisins er fallandi - mjög fallandi - en miðað við það sem í vændum er, má segja að laufin séu rétt að byrja að bærast. Það er stormur í aðsigi og ég mæli með því að menn haldi fast í það sem þeir vilja ekki að fjúki, ef svo má að orði komast.
Frá sjónarhóli pólitíkur og hagfræði væri ekkert skynsamlegra núna en að hefja lífróður. Efnahagskerfi okkar er háð olíu, nei, það byggir á olíu, nánar tiltekið olíu sem er það ódýr að hún er kaupanleg. Eftirspurnin fer vaxandi en framboðið lítið eða ekki. Verðið mun ekki lækka til muna í mörg ár. Það verður að finna nýja lausn, og það er ekki eftir neinu að bíða.

No comments:

Post a Comment