Thursday, September 23, 2010

"Save As: Love"

Vigfús Grafarvogsprestur sagðist, í fréttum í gær, vilja að skilnaður sé erfitt og flókið ferli. Hvers vegna? Fæstir gera það að gamni sínu, að skilja við maka sinn, og skilnaðir eru að því leytinu jákvætt fyrirbæri, að þeir binda oftast endi á vansæl sambönd. Þeir eru lausn á vanda, ekki vandi í sjálfu sér. Þess vegna á auðvitað að vera einfalt að skilja. Vigfús hvatti fólk í skilnaðarhugleiðingum til að leita til kirkjunnar. Hvers vegna ætli hann hvetji fólk ekki til að leita frekar hjónabandsráðgjafa? Menn segja stundum að lögfræðingar, eins og þeir sem stofnuðu vefinn skilja.is, séu hrægammar. En prestar eru það líka. Vigfúsi væri nær að segja af sér fyrir að hylma yfir með kynferðisbrotamanninum Ólafi Skúlasyni, heldur en að þykjast vera einhver séra Love.

1 comment: