Wednesday, September 29, 2010

Heiður og sök foringjans

Segjum að Geir H. Haarde hefði tekist að hlífa landinu við verstu skellina af kreppunni og almennt staðið sig með viðunandi hætti sem forsætisráðherra. Ætli hann hefði einn fengið heiðurinn? Ætli það.

Annað: Segjum að Vinstri-græn, en ekki Sjálfstæðisflokkurinn, hefðu verið í hrunstjórninni ásamt Samfylkingu og allt hefði farið eins og það fór. Ætli Sjálfstæðismenn hefðu allir sem einn greitt atkvæði gegn því að ákæra Steingrím J. Sigfússon? Ætli það.

No comments:

Post a Comment