Monday, September 27, 2010

Könnun Fréttablaðsins og mín túlkun

Ólafur Þ. Harðarson álítur að það bendi til almennrar þreytu á stjórnmálaflokkunum, að nálægt helmingur svarenda í Fréttablaðskönnuninni hafi ekki lýst stuðningi við neinn þeirra.

Það þarf nú ekki prófessor í stjórnmálafræði til að fatta þetta, ég hélt að þetta vissu allir.

Í borgarstjórnarkosningunum í vor rústaði Besti flokkurinn öllum hinum flokkunum. Hann var hannaður til þess að gera það og þeir voru (augljóslega) ekki hannaðir til að standast svona áhlaup. Sigur Besta var (augljóslega) öskur kjósenda á breytingar.

Það skal enginn halda því fram að vond frammistaða Vinstri-grænna í ríkisstjórn hafi ekki spillt fyrir flokknum í þessum kosningum. Fólk sem kaus VG í síðustu þingkosningum, og varð svo fyrir vonbrigðum með frammistöðuna, sneri eðlilega margt hvert baki við flokknum í næstu kosningum. Og mun gera það áfram. Þetta fólk kvarnast vinstra megin út úr flokknum og út úr fylginu.

Mín túlkun er einföld: Íslendingar eru í hrönnum að gefast upp á borgaralegum stjórnmálum. Hér höfum við ákveðin mál sem er einfaldlega ekki hægt að leysa nema til komi almennileg pólitísk forysta sem þorir að leggja í fjármálaauðvaldið. Slíkri forystu held ég að margir væru tilbúnir til að fylgja og hún gæti valdið straumhvörfum í íslenskum stjórnmálum.

Og meira en það: Hún gæti valdið byltingu í íslenskum stjórnmálum. Og bylting er einmitt það sem þetta land þarfnast. Sósíalísk bylting.

No comments:

Post a Comment