Thursday, September 30, 2010

Öfga hvað?

Það er öruggast að ég útskýri þarsíðustu bloggfærslu mína:
Er Sóley Tómasdóttir öfga-femínisti á sama hátt og Steingrímur J. Sigfússon er öfga-sósíalisti? Nei, nefnilega ekki. Margt hefur verið sagt um Sóleyju, og meðal annars oft af ósanngirni, en ég hef aldrei heyrt neinn efast um að hún sé sannur femínisti. Steingrímur hefur hins vegar "ekki kosið að orða það þannig" að hann sé sósíalisti, og hann hefur heldur ekki kosið að hegða sér þannig eftir að hann komst til valda. Þess vegna skýtur það skökku við að kalla hann öfga-sósíalista, og femínisma Sóleyjar er enginn greiði gerður með því að líkja honum við sósíalisma Steingríms.
Þá ætti það að vera komið á hreint.

No comments:

Post a Comment