Monday, September 20, 2010

Gleraugnagreining á hruninu

Ég fagna því sem Atli Gíslason og fleiri hafa stungið upp á, að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis, og raunar efnahagshrunið í heild, verði skoðuð með kynjagleraugum. Þá mun staðfest það sem við öll vitum vel, að eigendur og stjórnendur fjárglæfrafyrirtækja eru flestir hverjir karlar. Það eru mjög gagnlegar upplýsingar.

Ég vil þá, til samanburðar, í leiðinni leggja til að efnahagshrunið verði líka skoðað með stéttagleraugum. Kannski að þá kæmi líka eitthvað áhugavert í ljós? Ætli það geti t.d. verið, sem marga grunar, að kapítalistar hafi verið í meirihluta þess fólks sem sigldi hagkerfinu í strand? Það væri gaman að vita það.

Ef það á að breyta einhverju hérna, læra af reynslunni og byrgja brunninn, hvort ætli sé þá gagnlegra að skoða gerendur hrunsins sem karla eða sem kapítalista? Hvort ætli sé betra til að glöggva okkur á hruninu, kynhormón eða hagfræði?

No comments:

Post a Comment