Tuesday, September 21, 2010

Landsdómur

Flokkarnir sem brugðust þjóðinni í hruninu, með æðislega slakri frammistöðu í ríkisstjórn, ætla ekki að bregðast sínu eigin fólki heldur koma því undan ábyrgð, undan Landsdómi. Það er hlægilegur fyrirsláttur að Landsdómur sé gamaldags. Voru allir þessu hámenntuðu spekingar að fatta það í gær að Landsdómur væri hluti af formlegu réttarkerfi landsins? Af hverju datt þeim ekki í hug að gera athugasemdir fyrr? Og með lög eða lögleysu, er stjórnarskráin ekki æðst laga í ríkinu? Trompar hún ekki þar með öll önnur lög? Ég bara spyr.

No comments:

Post a Comment