Wednesday, September 29, 2010

Burt með draslið!

Eins og bæði Smugan og RÚV greina frá, liggur fyrir umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkurborgar tillaga Þorleifs Gunnlaugssonar um að "blómakerin" fyrir framan bandaríska sendiráðið verði fjarlægð. Þótt fyrr hefði verið, og það mætti fjarlægja sendiráðið með þeim.
Í alvöru talað: Ef þetta sendiráð álítur sjálft sig vera skotmark hryðjuverkamanna, þá er fáránlegt að það skuli vera inni í miðju íbúðahverfi. Er það að reyna að skýla sér á bak við óbreytta borgara, eða hvað?

1 comment:

  1. Flytja það útí Hádegismóa.

    ReplyDelete