Friday, October 1, 2010

Skríll á Austurvelli?

Ég dreg alltaf augað í pung þegar ég heyri góðborgara barma sér yfir skríl sem sé að mótmæla.

Ekki vegna þess að skríll sé ekki til. Heldur ekki vegna þess að skrílslæti hafi aldrei sést í mótmælum. Heldur vegna hræsninnar. Vegna þess hvað þessum upphöfnu meinleysingjum finnst sjálfsagt að kalla meðbræður sína skríl. Að dæma fjöldann á einu bretti, afskrifa þar með það sem fólki gengur til og vera kominn með skálkaskjól til að geta setið áfram heima hjá sér í sjálfumglöðu yfirlæti og með góða samvisku, þótt þjóðfélagið sé á heljarþröm.

No comments:

Post a Comment