Monday, August 1, 2005

Maulið á þessu meðan ég verð í útlöndum næstu vikuna


...viku frí frá mér, en þið fáið heimavinnu...
Skömmu fyrir árásirnar 11. september 2001 var óvenjulega mikið um skortsölu á hlutabréfum í bandarískum flugfélögum og öðrum sem hrundu í verði við árásirnar. Með öðrum orðum, einhverjir treystu sér - í krafti einhverrar vitneskju - til að veðja á að verðið mundi hrynja. Hverjir þetta voru er ekki vitað, en sumir segja að þeir hafi verið ísraelskir.
Fyrir 7/7-árásirnar í London endurtók sagan sig. Einhverjir skortseldu sterlingspund vegna þess að þeir höfðu vitneskju um að árásirnar væru yfirvofandi. „Hver skortseldi sterlingspundið?“ spyr Joseph Farah í samnefndri og alveg hreint ágætri grein. Já, hver? Það er svo gott sem útilokað að rekja rækilega falda slóðina, en sá sem gerði það vissi meira en almenningur. Einn möguleiki sem Farah nefnir - og gæti vel hugsast - er að hryðjuverkasamtök (eða hver sem stóð að þessum voðaverkum) láti árásirnar borga sig sjálfar með því að græða á veðmálum í kring um þær. Það væri svo sannarlega hugvitssamleg - og samviskulaus - aðferð til að græða peninga. Hvort sem Ísraelar voru á bak við 9/11 eða ekki, þá virðast þeir samt hafa vitað eitthvað um 7/7.

The Logic of Suicide Terrorism“ er fyrirsögnin á viðtali Scott McConnell við prófessor Robert Pape, sem er einn fremsti sérfræðingur Bandaríkjanna í hryðjuverkum. Þetta viðtal er hreint afbragð; innihaldsríkt og fræðandi og staðfestir ýmislegt sem áður hefur verið sagt í trássi við það sem stjórnvöld segja um hryðjuverk. Ef þið lesið bara eina grein í dag, þá mæli ég með þessari. Lesið greinina og látið Pape skýra þetta nánar sjálfan.

506. og nýjasta tölublað Schnews inniheldur líka sitthvað áhugavert - þar á meðal er grein um búðirnar við Kárahnjúka og nýskeða atburði þar. Að vísu ekkert sem hefur ekki komið fram í fjölmiðlum hér líka. Áhugavert samt, ásamt ýmsu öðru áhugaverðu.

Fólk spyr hvað stjórni för Bandaríkjastjórnar í Írak. Noam Chomsky, sem á það til að vera sleipur þegar stjórnmál eru annars vegar, á svar við því: „Það er heimsvaldastefna, kjáninn þinn“ nefnist sú grein.

Önnur grein sem ástæða er til að benda á er „The Reality Of This Barbaric Bombing“ eftir Robert Fisk. Hún fjallar einnig um árásirnar í London og setur þær í smá samhengi.

Ég vil líka benda á greinina „Law and Justice“ hjá MIFTAH - hún er um aðskilnaðarmúrinn í Palestínu. Annað tengt Palestínu: Þetta viðtal sem Éric Hazan tók við Mustafa Barghouti um störf hans í palestínskum grasrótarhreyfingum, og um leið um þær sömu hreyfingar og palestínsk stjórnmál. Virkilega safaríkt viðtal sem ég hvet fólk til að lesa.

Ég læt þetta nægja í bili. Hér verður næst bloggað mánudaginn 8. ágúst næstkomandi.

No comments:

Post a Comment