Monday, August 29, 2005

Ég er tískumógúll


Ég stóð á Hlemmi og beið eftir tólfunni. Framhjá mér stikar ungur maður, tæplega tvítugur, giska ég á. Hann var með barðastóran leðurhatt, íklæddur svörtum, allsíðum jakka, gallabuxum og í kúrekastígvélum. Hann hafði hárið í tagli og gleraugu á nefinu. Fyrir utan að minn svarti jakki er úr leðri en hans úr flóka, þá var hann eins klæddur og ég. Hatturinn hans var meira að segja brotinn á sama hátt og ég braut minn til skamms tíma.
Já, það fer ekki milli mála, ég er brautryðjandi þegar tískan er annars vegar. Ég byrjaði að safna hári, og ekki leið á löngu þar til flestir ungir menn virtust vera komnir með sítt hár. Ég fór að ganga í leðurbuxum, og áður en við varð litið sá ég annan hvern mann í leðurbuxum. Ég byrjaði að ganga með gadda-armband - og þau komust í tísku líka. Ég gæti látið dæluna ganga, en nenni því ekki. I've made my point. Ég elti ekki tískuna, ég leiði hana.

No comments:

Post a Comment