Wednesday, August 10, 2005

Pentagon skissar upp áætlanir um herlög í Bandaríkjunum ef hryðjuverk yrðu gerð. Hryðjuverk og herlög? Ætli FEMA yrði þá ekki kallað til? Hvet fólk til að lesa sér til um FEMA Camps, net fangabúða sem Federal Emercency Management Agency hefur til ráðstöfunar víðs vegar um Bandaríkin. Margar þessara búða eru frá dögum síðari heimsstyrjaldar, þegar Bandaríkjamenn af japönskum uppruna voru settir bak við lás og slá í fangabúðum, en verið haldið við fram á þennan dag ... aðrar búðir eru nýrri. Ef það þarf, með skömmum fyrirvara, að rýma heila borg, t.d. vegna náttúruhamfara eða ofboðslegra hryðjuverka, þá er hægt að hýsa íbúana þarna. Jafnvel þótt þeir vilji það ekki.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
...og talandi um búðir, þá fengu hinir alræmdu mótmælendur lögreglufylgd frá Vaði í Skriðdal. Það er bara það. Hins vegar virðist lögreglan ekki sjá ástæðu til að hafa afskipti af mönnum sem eru að fremja hryðjuverk gegn náttúrunni uppi á Kárahnjúkum. Ómetanlegt tjón. Þeir starfa nefnilega í skjóli ríkisvaldsins. Sýnir hverjum valdstjórnin þjónar, þegar öll kurl koma til grafar. Minnir mig á það sem hefur verið sagt: Öflugustu glæpamennirnir brjóta ekki lögin heldur setja þau. Öflugustu glæpamennirnir eru það öflugir að þeir eiga auðvelt með að ná nægilega sterkum tökum á ríkisvaldinu til að láta lögin þjóna sér. Sama má segja um hryðjuverkamenn. En þegar hugsjónafólk vill ekki láta eyðileggja óspillta náttúru? Ungæðislegur mótþrói í óuppdregnum slordónum sem hafa ekki lært það ennþá að náttúruspellvirki eru framfarir og reykspúandi skorsteinar líka.

Ég veit ekki hvort ég get fallist á að það sé kölluð borgaraleg óhlýðni að hlekkja sig við vinnuvél. Það flokkast a.m.k. tvímælalaust ekki undir borgaralega óhlýðni að úða málningu á skilti eða skúra. Mundi það ekki heita bein aðgerð? Ég mundi halda að það flokkaðist líka undir beina aðgerð að hlekkja sig við vinnuvél, liggja fyrir jarðýtu o.þ.h. Sem slíkar eiga beinar aðgerðir gegn Kárahnjúkavirkjun fulla samúð mína, hvað sem líður einstökum aðgerðum. Mundu skyrslettur flokkast undir beinar aðgerðir? Bein aðgerð er ekki ofbeldisfull, svo ég held að skyrslettur að séu (í besta falli) á mörkunum, þegar þeim er ætlað að skjóta fólki skelk í bringu. Um borgaralega óhlýðni er það annars að segja, að hún felst einkum í því að neita að hlýða ósanngjörnu yfirvaldi, en gera það friðsamlega. Reykvíkingar gripi til borgaralegrar óhlýðni í fánatökumálinu 1913: Einar Pétursson hafði hvítbláan fána ólöglega í skutnum á bát sínum á Reykjavíkurhöfn og skipherra á dönsku herskipi tók hann af honum. Reykvíkingar mótmæltu með því að draga hvítbláa fánann á allar fánastangir í bænum, og hver sótraftur á sjó dreginn og siglt á höfninni með hvítbláann í skutnum. Það var líka borgaraleg óhlýðni þegar svertingjar í Suðurríkjum Bandaríkjanna eða Suður-Afríku settust á bekki sem voru aðeins ætlaðir hvítum mönnum.

Fyrirtæki hafa réttarstöðu sem minnir á réttarstöðu manneskju. Fyrir utan að maður sem flytur hingað og hefur sakaskrá er rekinn úr landi, meðan sakaskrá fyrirtækja á borð við Bechtel virðist engu máli skipta né hindra að þau geti haft mikil umsvif hér á landi, jafnvel byggt heilu álverin.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
...og talandi um hryðjuverkamenn: Bretar plana leynileg réttarhöld yfir þeim sem eru taldir tengjast hryðjuverkum.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ísraelski herinn skýtur palestínskan brúðguma og ísraelskir öfgamenn stefna að því að ganga á Musterishæðina 14. ágúst næstkomandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Stefán Pálsson skrifar um kjarnorkusprengjurnar á Hiroshima og Nagasagi á Friðarvefinn. Guðmundur Svansson svarar á Deiglunni, Stefán svarar Guðmundi á bloggi sínu og Guðmundur svarar svo aftur á sínu. Það er áhugavert að lesa þessa umræðu.

No comments:

Post a Comment