Tuesday, August 30, 2005

Hurricane Katrina og olían -- R-listi -- ábendingar


Í gær, mánudag, fréttist að olíuborpallar á Mexíkóflóa hefðu verið rýmdir vegna fellibylsins Katrínar. Olíuverðið stökk upp fyrir 70$$ tunnan. Það er talað um að olíuverðið hækki vegna óstöðugleika á olíuvinnslusvæðum. Það er rangt. Olíuverðið fer hækkandi vegna þess að eftirspurnin er að fara fram úr framboðinu. Olíulindir sem borgar sig að vinna fara þverrandi, en enginn stjórnmálamaður virðist hafa vit á því að stinga upp á að við stígum á bremsuna. Þegar einn fellibylur getur verið upp gefin ástæða fyrir því að hækka olíuverðið upp í 70,80$ tunnuna - þá sýnir það kannski betur en nokkuð annað á hvílíkum bláþræði markaðurinn hangir.
Annars er þessi fellibylur hrikalegur. Ég svona hálf býst við því að lesa fréttir á næstu dögum, um að FEMA-búðir hafi verið opnaðar fyrir íbúa New Orleans. Þær fréttir hef ég ekki séð ennþá, en hver veit? Hitt sem ég get ekki annað en hugsað um, er hvort þetta fái fólk til að hugsa meira um hækkandi hita á jörðinni og tengsl hans við ofsafengnara veðurfar. Hrærir þetta við fólki? Ef það gerir það ekki, þá veit ég ekki hvað þarf til. Hér getur annars að líta athyglisvert kort sem sýnir ölduhæð á Mexíkóflóa.

Arngrímur lýsti því að hann sæi samstarfi R-listaflokkanna ekkert til fyrirstöðu eftir kosningar. Mínu svari, upphaflega í kommentum, fleygi ég hér líka:
1. Ef þeir ganga klofnir til kosninga, þá munu þeir veitast hver að öðrum til að reyna að fa sem flest atkvæði á kostnað hinna. Á því græða engir nema andstæðingarnir.
2. Eftir kosningarnar eru R-listaflokkarnir ekki skuldbundnir hver öðrum - ef Sjálfstæðisflokkurinn nær ekki hreinum meirihluta, þá ætti hann auðvelt með að mynda meirihluta með samfylkingunni.
Annað hvort bjóða menn fram saman eða þeir bjóða fram hver í sínu lagi. Það verður enginn R-listi eftir þessar kosningar og ef svo fer sem horfir mun Sjálfstæðisflokkurinn vinna stórsigur. Hrun R-listans voru stór strategísk mistök.


Það er komin ný grein á Gagnauga: Eitrað fyrir heiminum. Umfjöllunarefnið er gervisætuefnið aspartam, sem margir, nei, flestir, neyta í meiri mæli en ráðlegt er. Tékkið á henni. Jamm.

Á Vantrú er síðan komin grein sem er óvenjulega mikil ástæða til að vísa á: Þið eruð húmanistar - ekki kristin. Oft eru frábærar greinar á Vantrú, en þessi hittir súpervel í mark. Tékkið á henni líka, það er skipun!

Doddi var að lesa Why People Believe Weird Things eftir Michael Shermer, og mér sýnist honum líka vel. Ég þarf að fara að koma því í verk að lesa hana líka. Michael Shermer er snillingur, held ég að mér sé óhætt að segja.

No comments:

Post a Comment