Sunday, August 21, 2005

Eitt af einkennum óheiðarlegs eða óvandaðs málflutnings er þegar menn endurtaka röksemdir sem hafa þegar verið hraktar. George Bush sagði „Þeir vita að ef við tökumst ekki á við þessa vondu menn í útlöndum, megum við eiga von á að mæta þeim einn daginn í okkar eigin borgum og á okkar eigin götum. Þeir vita að það er öryggi hvers einasta Bandaríkjamanns í húfi í þessu stríði og þeir vita að við munum ekki gefast upp“ -- ég veit ekki hvort þessi maður er heimskingi, glæpon eða hvort tveggja (hallast helst að því síðastnefnda) - en mér er ennþá minnisstætt þetta athuglisverða viðtal við Robert Pape.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þessi grein Ármanns Jakobssonar fór framhjá mér -- en nú hef ég séð hana. Heyr heyr!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Doddi skrifar um McLibel-réttarhöldin - þið ættuð að lesa það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Páfi hvetur múslímaleiðtoga til að vinna gegn öfgum“ -- honum væri nær að hvetja stjórnmálaleiðtoga til að vinna gegn örbirgð og örvæntingu og gegn stríði og mannréttindabrotum.

No comments:

Post a Comment