Saturday, August 13, 2005

Í hörðum átökum í Nepal nýlega segjast maóistar hafa misst 26 menn, fellt 159 hermenn og tekið 52 til fanga. Herinn leitar 76 manna sem er saknað. Foringi í hernum lýsti árásunum eins og "hver bylgjan kæmi á eftir annarri". (*) - það verður ekki betur séð en að maóistarnir séu í stórsókn (þótt tölurnar sem þeir gefa upp séu án efa ýktar). Prachanda formaður segir að föngunum verði sleppt í fyllingu tímans, en þeir fái mannúðlega meðferð. (*) Er það satt? Tja, hvað veit ég? Í það minnsta segir nepalski herinn öðru vísi frá: Að föngnum hermönnum hafi verið stillt upp í röð og þeir skotnir í höfuðið. Hvað hæft er í þessu veit ég ekki, en mér finnst herinn oftast virka ótrúverðugri en maóistarnir.

Í Venezúela: Hugo Chavez staðfestir eignarhald ættbálks indjána á erfðalandi sínu, fyrsta slík staðfesting af mörgum fyrirhuguðum. Gott hjá honum að láta innfædda njóta réttlætis.

Mike Ferner skrifar um Cindy Sheehan, móður fallins hermanns: „What One Mom has to Say to Bush“.

Úr þrælabúðum Norður-Kóreu, þar sem um 200.000 manns eru taldir dúsa, mun standa til að láta einhvern fjölda fanga lausan. Gott ef satt er.

No comments:

Post a Comment