Wednesday, August 24, 2005

Nepölsku sjöflokkarnir fallast á viðræður við maóista. (*) Það hlýtur að vita á gott: Maóistar geta þá fengið styrk af þingræðisflokkunum og þingræðisflokkarnir temprað maóistana, en hvorir tveggja hjálpast að við að slá konungdæmið af. Maóistar hafa lengi sagt vilja lýðræðislegt lýðveldi og að þeir gætu þá takið þátt í þinginu eins og aðrir flokkar. Til þess þarf fyrst að svipta konunginn völdum. Því fyrr sem það gerist, þess betra.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þjóð stendur í þjóðfrelsisstríði en er leidd af afturhaldsöflum - stalínistum, þjóðernissinnum eða klerkum, til dæmis. Málstaðurinn er réttur - forystan röng. Hvaða afstöðu ætti maður þá að taka? Annars vegar getur maður stutt góðan málstað skilyrðislaust og eftirlátið viðkomandi þjóð að velja sér sjálf forystu. Hins vegar getur maður stutt alþýðu viðkomandi þjóðar en andæft forystunni sem svíkur hana - en þá hefur maður um leið sett skilyrði fyrir stuðningnum við málstaðinn; - maður styður baráttuna án þess að styðja rétt viðkomandi þjóðar til að velja sína eigin leiðtoga.
Hvað er rétt í þessu? Ég er ekki viss. Ýmsar þjóðir eru í þessari stöðu - reyndar veit ég hreint ekki um mörg þjóðfrelsisstríð leidd af raunverulega framsækinni forystu - og maður styður málstað þeirra um leið og maður veit að forystan er brigðul. Á hinn bóginn er vafasamt að ætla sér að fara að hafa vit fyrir fjarlægum þjóðum - en á hinn bóginn, er ekki rétt að benda á það sem maður sér að fer aflaga??
Þetta er dilemma sem hefur klofið marga samstöðunefndina, margan kommaklúbbinn, og á eflaust eftir að halda áfram að gera það. Sá sem getur komið með gott svar við þessu verður sæmdur Lenín-orðunni þegar ég verð aðalritari í þessu landi. :)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
73% Breta vilja fórna borgararéttindum í skiptum fyrir meira "öryggi" (*) - það þýðir að hræðsluáróðurs-herferðin sem er í gangi virkar eins og hún á að gera. Hvað er hræðsluáróður annað en terrorismi án blóðsúthellinga? Hræðsla = terror, ekki satt? Sá sem útbreiðir hræðslu útbreiðir terror - hann er á bandi með þeim sem vilja aukna hræðslu, aukinn glundroða, aukið lögregluvald og eftirlit í samfélaginu.
Það eru ekki allir terroristar skuggalegir múhameðstrúarmenn með fjóra fingur af skeggi. Terroristarnir sem ráða úrslitum eru hvítir karlar í jakkafötum. Sumir hafa aðsetur í Washington og sumir í London - og fáeinir meira að segja í Reykjavík.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"Televangelist Robertson Calls for Assassination of Venezuelan President" (*) - Pat Robertson, lærisveinn Ésú, handhafi sannleikans og kærleikans. Góðkunningi þeirra sem horfa á Ómega.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Cindy „Sheehan has revealed both the strength and the weakness of the left. We have a political agenda that can command considerable mainstream support; yet we do not have a political leadership willing or able to articulate those agendas. We wield political influence; we lack legislative power.“ (*)
-- Gary Younge, The Guardian
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
„The Pentagon, acting under instructions from Vice President Dick Cheney’s office, has tasked the United States Strategic Command (STRATCOM) with drawing up a contingency plan to be employed in response to another 9/11-type terrorist attack on the United States. The plan includes a large-scale air assault on Iran employing both conventional and tactical nuclear weapons.“ (*)
-- Philip Giraldi, frv. CIA Officer, The American Conservative
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Það styttist í 5. nóvember. Þann dag verða 400 ár liðin frá því upp komst um Gunpowder Plot Guy Fawkes og félaga árið 1605. Þar var nú eitt hryðjuverkið þar sem ekki var allt sem sýndist. Meira um það seinna.

No comments:

Post a Comment