Friday, August 12, 2005

Bush hefur breytt áherslunum. Núna er það ekki langur "stríð gegn hryðjuverkum" heldur "stríð gegn ofbeldisfullum öfgamönnum". Robert Higgs skrifar um þetta. Ef þið spyrjið mig, þá er Bush sjálfur einmitt fyrirtaks dæmi um ofbeldisfullan öfgamann. Hann er bókstafstrúaður. Hann hefur á að skipa máttugum drápstólum og hann er ófeiminn við að nota þau til að drepa annað fólk fyrir sinn "göfuga málstað" að auka völd bandarísku valdastéttarinnar í heiminum, einkum og sér í lagi það sem lýtur að olíu.

Michael Chossudovsky skrifar um hinar "einkennilegu tilviljanir" að árásirnar 7/7 og 9/11 skyldu báðar verða á sama tíma og áætlaðar voru öryggisæfingar sem gengu út á sams konar atburði og gerðust svo í alvörunni: "7/7 Mock Terror Drill: What Relationship to the Real Time Terror Attacks?" ... já, svei mér skrítin "tilviljun"!

No comments:

Post a Comment