Saturday, July 30, 2005

Appelsínustakkar í fylkingu ... hvað með okkur hin?


Nokkrar hugrenningar í kring um grein Uri Avnery, The March of the Orange Shirts frá 24. júlí. Ég mæli með því að fólk lesi hana fyrst.
How could a gang of thugs with an inhuman ideology take over [Germany] that, in its time, was perhaps the most cultured country in the world?
... I wrote a book on this, concluding with the question: Can it happen here?
Today, there is no escape from the terrible answer: yes, it can happen here. If we behave like the people of Weimar, we shall suffer the same fate as the people of Weimar.
Þetta eru orð að sönnu. Lýðræðið stendur ekki styrkari stoðum heldur en sem nemur tiltrú fólks á því. Lýðræði þarf að vera virkt og lifandi til þess að fólk sé ekki áhugalaust um það. Ef svona gæti gerst í Ísrael, gæti það þá ekki gerst á Íslandi? Munurinn er að vísu sá, að aðstæður eru allt aðrar á Íslandi. Aðstæðna vegna efast ég, fyrir mitt leyti, um að innlendir fasistar eigi eftir að yfirtaka Ísland í bráð. En ég hugsa að eðlið sé samt það sama. Ef þannig stæði á, þá mundu Íslendingar frekar vera heima að horfa á sjónvarpið, heldur en að rísa upp þegar á þyrfti að halda. Allavega eins og málum er háttað núna.
there is no reason any more for not calling the spade a spade: a large fascist camp is now threatening Israeli democracy.
Þar höfum við það. Avnery segir það umbúðalaust: Landtökumennirnir eru fasistar og ógna lýðræðinu í Ísrael. Orð að sönnu, orð að sönnu.
What is this [extremist] ideology? It was proclaimed loudly, again and again, by the central spokesmen of the movement: God gave us this country. All the land and its fruits belong to us. Anybody who gives away even one square metre of it to foreigners (meaning the Arabs, who have been living here for many generations) is violating the commandments of the Torah.
Þetta er nú athyglisverð rökleysa ... segjum að Gamla testamentið segi rétt frá, og gvuðsi hafi gefið Abraham og niðjum hans Kanaansland (núverandi Palestínu). Orðin "og niðjum hans" eiga ekki bara við gyðinga, heldur einnig aðra sem telja Abraham og Móse ættfeður og spámenn - það er að segja, ef stuðst er við guðleg rök, þá eiga gyðingar ekki meira tilkall til Palestínu heldur en kristnir menn og múslimar.
... in Israel, the Jewish religion has undergone a mutation that has completely changed its face.
...og svo er fólki brugðið um gyðingahatur þegar það hreyfir andmælum við mannréttindabrotum Ísraelsstjórnar. Ísraelskir zíonistar hafa unnið gyðingdómi meira ógagn heldur en flestir aðrir. Ef einhverjir eru sekir um að spilla fyrir gyðingum sem slíkum, þá eru það zíonistar.
There is no agreed scientific definition of "fascism". I define it as having the following attributes: the belief in a superior people (master Volk, chosen people, superior race), a complete absence of moral obligations toward others, a totalitarian ideology, the negation of the individual except as a part of the nation, contempt for democracy and a cult of violence. According to this definition, a large proportion of the settlers are fascists.
+Eg kinka kolli samþykkjandi.
It has been said about the Weimar Republic that it was not overthrown by the "brown shirts", but collapsed by itself, because at the moment of truth almost no one was prepared to stand up and defend it.
Ef í Bandaríkjunum kæmi upp sú staða að bókstafstrúarmenn klæddust í baseball-jakka með Ésú krysstum á bakinu og IXÞIS-fiski að framan og færu í "March on Washington" með það fyrir augum að binda endi á "kjaftakvörn" þessa "rotna lýðveldis" - veifandi rifflum og bandarískum fánum og kyrjandi hómófóbískar möntrur og rægjandi Darwin og aðra þrjóta - hvað ætli margir yrðu til þess að reyna að stöðva þá? Ekki það, að á meðan þeir ráða lögum og lofum í þinginu og Hvíta húsinu og annars staðar, þá er lítil hætta á að þetta gerist með svona beinum hætti -- en engu að síður, ef þetta gerðist, hvar værum við þá stödd?
Last week, thousands of "orange shirts" marched towards Gush Katif, in a distant echo of the 1920 "March on Rome" by Benito Mussolini's "black shirts" that overthrew the Italian democracy. Some 20,000 soldiers and police were mobilized to stop them. On the face of it, the army and police won, since the orange shirts did not reach the Gaza Strip. But for three days, under the blazing sun, the rebels put on public display their determination, unity and discipline.
Hægriöfgamenn hafa í gegn um tíðina átt það til að vera þrautskipulagðir og stunda effektíft "projection of power and credibility" svo ég leyfi mér að sletta ... mynda einhvers konar félagslegan spjótsodd, fylkja þjóðfélagslega hamalt, sem tvístraðir meinleysingjar úr hópi lýðræðisvina megna ekki að svara. Svona ná þeir árangri, svona ná þeir völdum. Það hafa auðvitað verið gerðar heiðarlegar tilraunir til að svara svona brögðum, eins og til dæmis á Spáni 1936-1939. Hernaðarlegir yfirburðir afturhaldsaflanna, samtrygging heimsvaldaríkja og hnattrænnar elítu - innri veikleikar og fimmta herdeild...allt hefur þetta hjálpast að við að veikja mótspyrnuna gegn svona ófagnaðaröflum.
Er þetta virkilega leiðin? Tja ... þegar trommuð hafa verið upp heil herfylki gegn lýðræðinu er auðvitað orðið of seint að grípa til fyrirbyggjandi eða strategískt próaktífra aðgerða. En á hinn bóginn: Þegar lognmolla er í samfélaginu og efnahagurinn á þokkalegu róli, hvenær gafst þá stundin betri, einmitt til þess? Vitur maður sagði að góðir búmenn hefðu vit á að leggja til hliðar í góðæri til að eiga eitthað upp á að hlaupa þegar harðnaði á dalnum. Hvers vegna höfum við ekki gert það? Það er að segja: Hvers vegna höfum við ekki nýtt núverandi lognmollu á Íslandi til þess að vinna friðsamlega og fyrirbyggjandi sigra? Ég spyr rangrar spurningar. Það sem ég vildi sagt hafa er: Eftir hverju erum við að bíða?
During these three fateful days, not one of the leading intellectuals, no writer like S. Yishar, Amos Oz, A.B. Yehoshua or David Grossman, no important professor, no poet or artist raised their voice against the settlers and their allies. ... One of their excuses was that they did not wish to be seen as supporting Ariel Sharon.
Ég játa að ég kenni í brjósti um þessa menn, sem gegna skoðanamyndandi stöðum í Ísrael. Maður getur varla annað en stamað frammi fyrir fánaborgum og þrammandi hermannaklossum fasista í vígamóð. Sá sem hreyfir mótbárum stofnar sjálfum sér og fjölskyldu sinni í hættu. Illt er að egna brjálæðinga. En er það ekki þannig? Þegar úlfarnir ráðast á sauðahjörðina, hvaða sauði dettur þá í hug að fara að reyna að stanga þá? Sauðir sem stanga úlfa eru útdauðir. Fífldirfska er "evolutionary disadvantage" - svo ég leyfi mér að sletta aftur.
The silence of the sheep. The silence of Weimar.
Eftir sitjum við rollurnar. Lömbin þagna. Meme til slátrunar. Hjörð af hræddum dýrum sem leita að öryggi og frumkvæði hjá einhverjum öðrum. Óttumst að taka afstöðu, óttumst ábyrgð - óttumst frelsi. Viljum vera undir verndarvæng hjá sterkum, föðurlegum leiðtoga. Hjúfra okkur í hálsakot.
Er ég svartsýnn? Í augnablikinu get ég ekki neitað því. Til lengri tíma litið er ég samt, merkilegt nokk, bjartsýnn á að þetta fari allt vel að lokum.
Ekki það, að mér hefur skjátlast áður.

No comments:

Post a Comment