Thursday, August 25, 2005

Norður-Kórea - og Ísland


Norður-kóreskir vísindamenn hafa fundið upp nýja tegund af plasti, sem opinber fréttastofa Norður-Kóreu segir að sé alveg frábært. Meðal annars er sagt að það endist í meira en 50 ár. Hmm... voru þeir ekki að finna það upp? Hvernig vita þeir þá hvað það endist lengi?
Annars Norður-Kórea í 103. sæti á listanum yfir ungbarnadauða eftir löndum. Þar er ungbarnadauði minni en í Kína, Egyptalandi, Tyrklandi ... helmingi minni en meðaltal heimsins. Já, vissulega hangir Norður-Kórea á horriminni, en það hefur líklega sitt að segja að þar er heilbrigðisþjónusta ókeypis, svo og skólaganga, leikskólar, húsnæði og eitt og annað af því sem nauðsynlegt telst.
Vináttufélög Norður-Kóreu starfa í mörgum löndum. Samkvæmt þessum lista er til dæmis slíkt félag á Íslandi. Um félagatöluna veit ég ekkert, og reyndar ekkert nema nafn þess sem er gefinn upp sem fulltrúi félagsins á heimasíðum Norður-Kóreumanna, bæði á áðurnefndum lista yfir fulltrúa, og í tímaritinu Lodestar (PDF skjal, sjá síðu 9). Það væri athyglisvert að vita meira um þetta félag.
Nú, meira um Norður-Kóreu. Hún hefur diplómatísk samskipti við Ísland, í gegn um íslenska sendiráðið í Beijing og það norður-kóreska í Stokkhólmi (sjá Utanríkisráðuneytið: Sendi- og ræðisskrifstofur). Fréttastofan KCNA hefur síðan flutt ýmsar fréttir af samskiptum ríkjanna, sem af einhverjum ástæðum hafa allar farið fram hjá mér í íslenskum fréttum. Ég mundi endurbirta þær hér í fullri lengd ef þær tækju ekki of mikið pláss, svo ég vísa bara á þær í staðinn. Tékkið á þessu:
-* „Icelandic President on Relations with DPRK ... -- Iceland wishes to boost the relations with the DPRK and cooperate with it in the international arena, said Olafur Ragnar Grimsson, president of the Republic of Iceland, when receiving credentials from Jon In Chan, DPRK ambassador e.p. to Iceland, on June 15.“
-* „Greetings to Icelandic President ... on the occasion of the National Day of Iceland.“
-* „DPRK Foreign Ministry Arranges Friendly Meeting ... on the occasion of the 30th anniversary of the establishment of diplomatic relations between the DPRK and Nordic countries. Present on invitation were diplomatic envoys and embassy officials of Sweden, Denmark, Finland, Norway, Iceland in Pyongyang and guests of Nordic countries working in the DPRK.“
-* „Congratulations to Icelandic President ... on his reelection as president of the Republic of Iceland.“

No comments:

Post a Comment