Friday, August 19, 2005

„Harvard-háskóli í Bandaríkjunum er besti háskóli í heimi, samkvæmt lista ... yfir 500 bestu háskóla í heiminum. ... Enginn íslenskur háskóli er á listanum, að því er fram kemur á heimasíðu Aftenposten.“ (Mbl.)
Ha, kom það fram hjá Aftenposten að enginn íslenskur skóli væri á listanum? Hver bjóst við því? Hvaða íslenski skóli hefði átt að komast á þennan lista?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Jæja, þetta er nú metnaðarfullt.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hef undanfarin 20 ár búið við gamla kirkjugarðinn í miðbæ Reykjavíkur. Í mörg ár hef ég leitað að svolitlu, sem ég fann síðan loksins í fyrradag! Það er sveppur sem ég hef heyrt að vaxi hvergi annars staðar á Íslendi en í þessum eina kirkjugarði - og ber það skemmtileg anafn fýluböllur. Þetta er réttnefni; hann lítur út eins og mjólkurhvítur tittlingur af manni, með dökkan hatt (eða ætti ég að segja kóng?), og þegar hróflað er við honum leggur af honum ákaflega vonda lykt - sem minnir helst á lyktina af soðnum mannaskít, ef einhver kannast við hana. Já, gleðidagur var þetta.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Paprikurnar í glugganum mínum braggast vel. Ein paprika gægðist út úr jurt fyrir svona þrem vikum og vex rólega - önnur er nýkomin fram, og á jurtunum eru knúppar eða grænjaxlar sem eru vísir að a.m.k. 15 í viðbót. Það er gaman að þessu. Ég hef komist að því að ég hef kannski verið helst til nískur á vatnið. Þær sem ég hef vökvað mikið (í það mesta, hélt ég), hafa vaxið hraustlegar en hinar sem ég hélt að ég vökvaði eðlilega mikið. Þannig að núna er ég orðinn örlátari á vatn handa þeim.

No comments:

Post a Comment