Friday, August 12, 2005

Það hefur varla farið fram hjá mörgum að fyrirhuguðum brottflutningi frá Gaza er mótmælt af miklum krafti í Ísrael. Í því samhengi vil ég minna á grein Uri Avnery, "March of the Orange Shirts", frá 25. júlí sl. - þar sem hann gerir grein fyrir þessari hreyfingu landtökumanna og bókstafstrúaðra ný-fasista í Ísrael og hvernig þeir ógna öllum í kring um sig.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég held að R-listinn ætti að láta Framsóknarflokkinn róa og bjóða Frjálslynda flokknum um borð til sín í staðinn. Framsóknarflokkurinn er fimmta hjól undir vagni R-listans, lítill, spilltur, óvinsæll, og með gamlan skransala í forystu. Ég held að hann fæli fleiri kjósendur en hann trekkir. Mig alla vega.
Talandi um borgarmálin, þá er ég hæstóánægður með nýja leiðakerfi Strætó. Það er kolómögulegt og ábyrgðarmönnum þess til skammar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Sjáið blaðsíðu 9 í Fréttablaðinu í dag. Tekur einhver eftir undirtóninum?

No comments:

Post a Comment