Monday, August 8, 2005

Kominn heim og hér með tek ég upp þráðinn...


Að gefnu tilefni varðandi síðustu færslu hér, þá er hin ágæta lesning, sem ég vísaði í, í raun réttri viðtal, ekki grein (þótt ég hafi kallaða það grein af fljótfærni). Það breytir því auðvitað ekki að heimildirnar skortir eftir sem áður, en ætli gegni ekki nokkuð öðru máli um viðtal heldur en grein? Í öllu falli eru það einkum socio-económískar og pólitískar hliðar hryðjuverka og jarðveginn sem þau spretta upp úr, og hann er aðspurður að greina frá niðurstöðum sínum. Ætli sé ekki heimildaskrá í bókinni?
Hvað er al Qaeda? Samtök serkneskra skuggabaldra sem lúta hinum volduga Ósama, gnísta tönnum Vesturlönd og þrá hreinar meyjar á himnum? Frontur sem sinister element innan vestrænna valdastétta nota til að afla sér skálkaskjóls til herskárrar utanríkis- og innanríkisstefnu? Hvort tveggja í senn?
Í öllu falli, hvað svo sem eðli al Qaeda er, þá sé ég ekkert að því að tala um al Qaeda sem tiltekið fyrirbæri.

No comments:

Post a Comment