Saturday, August 27, 2005

Nokkuð svakalegt að komast loks til fæðingarbæjar síns og hitta ættingja eftir allt að 60 ára fjarveru! En hvaða rugl er nú þetta? - "Á hverjum stað sem rúta ferðalanganna stöðvaði þustu þeir út til að skoða staði sem líktum sögulegum minjum sem finna má í Suður-Kóreu en þá töldu ferðalangarnir merki um að þótt landinu hafi verið skipt í tvennt þá eigi löndin sameiginlega sögu." Skítt veri með málfarið - en Kórea er eitt land. Eitt land, ein þjóð, tvö ríki.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nahh! Vasklega gert.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
1.-2. október næstkomandi verður ráðstefna á Ítalíu, um írösku andspyrnuna. Sjá einkum hér, einnig hér og hér.
Án þess að það þurfi að koma neinum á óvart, þá er þrýstingur frá Bandaríkjamönnum um að ítalska stjórnin hindri framgang þessarar ráðstefnu.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Niðurstaða nýrrar rannsóknar: Pillur hómópata eru jafn gagnlegar og plasebó. Þ.e.a.s. lyfleysa. Nei, það kemur mér ekki á óvart heldur. Hómópatía er kukl og á ekki við rök að styðjast. Sá sem getur sýnt fram á að hómópatía virki getur, bæ ðe vei, eignast milljón dollara hjá James Randi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Niyasov Turkmenbashi, sem sér Morgunblaðinu fyrir skemmtilegum fréttum annað slagið, er kannski ekki eins frámunalega vinsæll í Túrkmenistan og halda mætti af fréttum af honum. Turkmenistan Liberation Organization bjóða stórfé til höfuðs honum. Nú veit ég ekkert hvaða klúbbur það er - kannski er þetta frontur fyrir einhverja sem hyggja flátt - en í öllu falli þykir mér þetta áhugavert.

No comments:

Post a Comment