Monday, August 29, 2005

Ég skýrði frá því um daginn, að ég mundi ekki sakna R-listans mikið. En viti menn, ég hef skipt um skoðun. Ég er á því núna að R-lista-samstarfið hefði átt að halda áfram eins og það var. Annars á borgarstjóri Reykjavíkur næsta kjörtímabil eftir að verða úr röðum íhaldsins. Sagði ég "annars"? Martröð er að rætast fyrir augunum á mér. Íhaldið tekur aftur yfir borgina og Gísli Marteinn er í brúnni. R-listinn hefur ekki verið sem bestur. En eins og karlinn sagði, held það hafi verið Jónas frá Hriflu, "Allt er betra en íhaldið" -- þótt ég hafi ekki saknað R-listans um daginn, þá verð ég farinn að gera það eftir svona ár. Ég verð ekki einn um það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hvíta-Rússlandi var um daginn bætt á listann yfir "útverði harðstjórnar" sem Bandaríkin hafa í sigtinu. Hvíta-Rússland, landið sem enginn man eftir. Ég mæli með þessari grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Pat Robertson er öfgamaður. Michael Rowland og Tony Eastley á ABC News reifa málið. Hafið þið séð annað eins? Er þetta ekki refsivert eða eitthvað? Þessi meistari, er fastur liður á Ómega. Það er viðeigandi. Þátturinn hans heitir The 700 Club og þar spýr hann sínu andlega eitri yfir áhorfendur sína. Lítið á "Hommahatur í Jesú nafni" og þetta líka. Hvaða stöðu hefur nú sá sem liðsinnir svona öfgamönnum og hjálpar þeim að dreifa hatursáróðri?

No comments:

Post a Comment