Saturday, May 14, 2005

Óeirðirnar í Afghanistan að undanförnu þykja mér vera sorglegur vitnisburður um að ólgan í samfélaginu fái ekki útrás nema í farvegum trúarinnar. Hver hefði, undir eðlilegum kringumstæðum, startað óeirðum með tuga manna mannfalli, út af því að einhver bjáni sturtaði niður í klósettið nokkrum blaðsíðum úr bjánalegri galdraskræðu? svipað má segja um óeirðirnar í Úzbekistan. Í báðum þessum löndum eru stórkostleg félagsleg og pólitísk vandamál, sem eðlilega valda mikilli spennu í samfélaginu, svo gripin eru hálmstrá afturhaldsins til þess að tappa spennunni af. Ef þessi orka færi í að byggja upp framsækið stjórnmálaafl og koma til leiðar virkilegum breytingum á aðstæðum, þá væri það saga til næsta bæjar. Ég vona að Mið-Asía beri gæfu til að koma sér upp framsæknum stjórnmálaöflum áður en hún verður öll ein rjúkandi ördeyða.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í því samhengi má geta þess að í Nepal hafa maóistar boðið þingræðisflokkunum stuðning sinn gegn krúnunni.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Var að bæta við link á hina stórsniðugu heimasíðu Atheist Dictionary.

No comments:

Post a Comment