Wednesday, May 4, 2005

Flugleiðir markaðssetja dætur sínar .. gróf árás á friðargöngu .. fjölmiðlafrelsi .. Nepal


Í kjölfar þessarar heimsóknar Svanhildar Hólm til Opruh Winfrey hefur aftur blossað upp umræðan um orðstír íslenskra kvenna erlendis. Ég get nú ekki sagt að samfélagslegt umburðarlyndi og kynferðislegt frelsi sé nema af hinu góða ... en markaðssetning Sigurðar Helgasonar og félaga á Flugleiðum, sem gerir út á lauslæti þeirra eigin dætra og systra, finnst mér alveg hroðaleg. Í Morgunablaðinu í gær skrifaði svo Heiðrún Ýrr Júlíusdóttir "Bangkok norðursins hjá Oprah Winfrey" ... og það þótti mér athyglisvert. Látum það liggja milli hluta að Bandaríkjamenn sjái sódómisma og babýlóns-lifnað þar sem við sjáum frjálslyndi (sem vissulega getur gengið of langt) -- en mér finnst magnað að Heiðrún þessi skuli út um annað munnvikið verja heiður íslenskra kynsystra sinna -- en út um hitt taka undir þær raddir sem sverta orðstír thaílenskra kynsystra! Þetta þykir mér vera dæmi um alveg meiriháttar yfirdrepsskap!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
A Tale of Two Demonstrations er nýjasta grein Uri Avnery, hins 82 ára gamla ísraelska rithöfundar, aktívista og frv. þingmanns, sem flestum öðrum pennum er beittari þegar kemur að málefnum Ísraels og Palestínu. Í henni segir hann frá tveim mótmælagöngum og muninum á því hvernig komið var fram við göngumenn. Lesið greinina! Önnur gangan, sem innihélt alls um þúsund manns, um 200 Ísraela og fjölda Palestínumanna, varð fyrir árás ísraelskrar varðsveitar -- og var infiltreruð af agent provocateurum sem köstuðu grjóti í verðsveitina til að hleypa af stað ofbeldi. Í alvöru talað, lesið þessa grein!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Í nýjustu skýrslu Freedom House um fjölmiðlafrelsi í heiminum deila Ísland, Svíþjóð og Finnland fyrsta sætinu - en Bandaríkin eru í 24. sæti ásamt nokkrum öðrum. Hvers vegna? Sjá hér.
In one case, the administration -- seeking to build support among black families for its education policies -- paid a prominent African-American pundit, Armstrong Williams, 240,000 dollars to promote the ''No Child Left Behind'' law on his nationally syndicated television show and through his newspaper column, and to urge other black journalists to do the same.

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Verður "rhododendron-bylting" í Nepal? Þeim möguleika er velt upp í ritstjórnargrein í Nepali Times. Að minnsta kosti er almenningi orðið heitt í hamsi. Sko ... flauelsbylting er eitt ... sedrusbylting líka .. en rhódódendronbylting? Það er vægast sagt óþjált nafn á byltingu! Annars er þessi grein ekki alveg galin. Smá forsaga: Konungurinn Gyanendra hefur aflétt neyðarástandi að hluta, og á von á vopnasendingum frá Indlandi. Hann kennir "lýðræði" undanfarins áratugar um spillinguna sem hafi kveikt byltingu maóista (já: lýðræði -> spilling -> róstur) og vill því fara hægt í sakirnar, en beygir sig núna fyrir alþjóðlegum þrýstingi. Á meðan hefur Prachanda formaður maóista viðurkennt klofning í sínum röðum: Sakar næstráðandann Baburam Bhattarai um að kljúfa fylkinguna með því að gegna ekki skilyrðislaust því sem miðstjórn segir, en Bhattarai hefur kvartað undan klíkuskap í miðstjórn, og skorti á lýðræði (í bréfi sem ég linkaði á um daginn). Ég held að Bhattarai hafi rétt fyrir sér, að Prachanda ætti að hlusta á hann þegar hann kvartar undan einræðistilburðum. Það sem okkur vantar er ekki að enn ein byltingin fari út um þúfur vegna mistækra stjórnarhátta í viðkomandi stjórnmálaflokki.

No comments:

Post a Comment