Friday, May 20, 2005

Bandaríkjaher fordæmir breska blaðið The Sun fyrir að birta auðmýkjandi myndir af Saddam Hussein. Jahérna, þvílík hræsni. Blaðið á auðvitað ekkert skilið annað en fordæmingu fyrir að birta auðmýkjandi myndir af stríðsfanga -- en það hlýtur að kallast koma úr hörðustu átt þegar fordæmingin kemur frá sömu mönnum og birtu sjálfir auðmýkjandi myndir af Hussein þegar hann var dreginn upp úr kúrdískri moldvörpudýflissu eins og lúsugur útilegumaður og skoðað upp í ginið á honum eins og hundi! Hafi Bandaríkjaher skömm fyrir -- og The Sun líka.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Á Múrnum skrifar Sverrir Jakobsson um George Galloway. Ég sé ekki ástæðu til annars en að taka undir hvert orð.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

„Er sú trú gagnleg andlegri velferð sem kallar á að menn reiðist fyrir hönd goðmagna sinna?“ spyr Bigir Baldursson á Vantrú í dag.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Ég held að rósturnar í kjölfar þessarar (sönnu) fréttar Newsweek um niðursturtun Kóransins hafi ekki bara verið eitthvað trúarlegt viðbragð. Frekar held ég að fréttin hafi verið kornið sem fyllti mælinn, eða gikkurinn sem hleypti báli á yfirspennt þjóðfélög múhameðstrúarmanna.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Það er engu öðru líkt en að' forsjónin hafi ekki ætlað mér að lesa þessa grein. Hún er það löng að ég hafði hugsað mér að prenta hana út og lesa í rólegheitum ... en hefur núna mistekist í fjórgang að prenta hana út svo vel sé. Best að reyna einu sinni enn.
~~~ *** ~~~ *** ~~~

Þetta finnst mér athyglisvert sjónarmið.

No comments:

Post a Comment