Monday, May 9, 2005

Chaves segir Bandaríkjamenn vera kúgaða þjóð og ekki munu fara til Bandaríkjanna aftur fyrr en Bandaríkjamenn eru frjálsir, sjá frétt. Það er skemmtilegt hvað Chavez er hispurslaus. Ég er ekki frá því að þarna hafi hann hitt naglann á höfuðið. Annað: Washington Beating War Drums gegn Venezuela
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
The Republican Party and the Christian right: sowing the seeds of an American fascist movement
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Tilvitnun:
Sérhver kommúnisti verður að skilja sannleik þessara orða: „Pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi“.
-- Rauða kverið s. 63

Fáar tilvitnanir eru jafn oft hafðar eftir Maó og þessi. Hér er spurning hvað auðvelt er að misskilja og hvað þarf að túlka. Í fyrsta lagi, þá held ég að þessi fullyrðing sé býsna rétt. Ef pólitískt vald kemur úr byssuhlaupi, þá þarf sá sem ætlar að taka völd að hafa byssuhlaupum á að skipa ... en sá sem vill bara losna undan valdi þarf að svipta kúgara sína byssuhlaupunum. Svipta vandsveina valdastéttarinnar kúgunar- og ofbeldistækjum.

Það má kannski orða þetta þannig, að meðan valdastéttin er grá fyrir járnum, er reiðubúin og fær um að beita valdi, þá getum við ekki losnað undan henni með góðu ... á hinn bóginn er það hægara sagt en gert að eiga alls kostar við valdastétt sem er t.d. með í NATO og með bandarískan her í hlaðinu hjá sér. Ég sé ekki að valdbeiting sé til neins gagnvart einhverjum sem er 100 sinnum sterkari. Hins vegar má spyrja sig hvort það sé, með einhverju móti, hægt að snúa vopnin úr höndum þeirra? Ein leið blasir við, sem er að frjálslyndir sósíalistar vinni stórsigur í kosningum og taki við valdatækjum ríkisins sjálfir ... en kannski er hægt að grafa undan ríkinu og valdastéttinni með því að byrja að byggja upp annað kerfi innan þess. Sókn í efnahagskerfinu til dæmis. Byrja að byggja upp fyrirtæki með sósíalísku rekstrarfyrirkomulagi og eignarhaldi, sem aftur geta fjármagnað t.d. heilbrigðis- og velferðarkerfi við hliðina á gamla kerfinu, sína eigin skóla, tekið við umsvifum ríkisvaldsins, og smám saman gert það óþarft? Hvaða réttlætingu hefur ríkisvaldið á skattheimtu ef það hefur verið svipt allri gagnsemi? Hvernig gæti það rekið kúgunartæki ef ekkert væri skattféð?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Skrifað stendur:
Þú getur talað um sjálfan þig sem Marxista en ég hef hugsað aðeins út í viðhorf yðar nútímakomma og komist að þeirri niðurstöðu að stefna yðar er í fáu ósvipuð stefnu flestra anarkista (enda var anarkismi talinn einn angi sósíalisma á sínum tíma).
Kanski að marxistar fari loksins að láta undan hugmyndum um mikilvægi ríkisvaldsins og fylkingarnar að sameinast á ný *hugs, hugs*


Svarað er:
Eins og talað úr mínum munni. Ég samsinni því reyndar ekki að mín stefna sé "í fáu ósvipuð anarkisma" (þótt ónefndur trotskíisti hafi líka haldið því fram...) en hins vegar skal ég manna fyrstur samþykkja að hún sé að ýmsu leyti svipuð. Og að sameina fylkingarnar? Ég sé ekki hvað ætti að vera því til fyrirstöðu.
Annars gerði ég grein fyrir frjálslyndum marxisma í bloggi fyrir nokkru síðan. Sjá annars hér.

No comments:

Post a Comment