Monday, May 30, 2005

Það er eitt sem ég á bágt með að skilja, og það er að til sé ungt fólk sem styður Framsóknarflokkinn. Eina ástæðan sem mér dettur í hug er að flokkurinn sé svona örugg leið til skjóts frama.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Um helgina sagði ég ónefndum félögum (taki þeir til sín sem eiga) frá grein einni, sem mér fannst svo dæmalaust góð, en mundi ekki nema hrafl úr henni. En hér með linka ég á hana, Marijuana, Gateways and Circuses heitir hún, eftir Mitch Earleywine. Ansi hreint góð grein.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Dauðadómar hafa verið teknir upp aftur í Írak. Lifi lýðræðið.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þriðjudaginn 31.maí kl. 18:30 er fundur um vatn í nýrri Snarrót, Laugavegi 21, í kjallara Kaffi Hljómalindar, á horni Klapparstígs og Laugavegar. Fyrir honum stendur MFÍK - sjá nánar á heimasíðu þeirra. Ég efast um að ég komist, því miður.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Frakkar hafna stjórnarskrá ESB -- gott hjá þeim!

No comments:

Post a Comment