Sunday, May 22, 2005

Nepalski herinn hefur undir höndum upptöku á bandi, þar sem því er haldið fram að indverska ríkisstjórnin hafi tengsl við maóistana. Á bandinu segir sá sem gæti verið Prachanda formaður að indverska ríkisstjórnin hafi boðið maóistum að senda sendinefnd til Indlands, m.a. að Prachanda kæmi sjálfur, en hann segir að maóistar hafi komið með gagntilboð, sem væri að indverska stjórnin sendi fulltrúa í búðir þeirra og gætu þá hitt Prachanda, Bhattarai og Mahara og fleiri málsmetandi maóista.
Ég veit ekki hverju maður á að trúa. Indverjar hafa nokkra leiðtoga maóista í haldi í indverskum fangelsum. Mundu þeir ekki láta þá lausa ef vinfengi væri á milli? að vísu hefur verið sagt að vinfengið sé aðallega milli Bhattarais og stuðningsmanna hans og Indverja - og eftir að Bhattarai var settur út af sakramentinu, þá hafi föngunum verið haldið til að setja þrýsting á Prachanda og hans menn, að taka við Bhattarai og félögum aftur. Hljómar vissulega eins og möguleg atburðarás -- en líka eins og möguleg tilraun til að sverta Indverja með tengslum við maóistana, og sverta maóistana með því að láta líta út fyrir að þeir gangi erinda erlends ríkis. Þannig að maður veit ekkert hverju maður á að trúa. Meira að segja gæti þetta verið tilraun Prachanda sjálfs til að sverta Bhattarai og aðra keppinauta síná í flokknum:
In the tape, Prachanda claimed that ‘‘the change of Indian mind’’ had to do with his party’s decision to strip Bhattarai of all powers and posts. ‘‘India was clearly suggesting that the two leaders would be released only after their man Dr Bhattarai was reinstated in his earlier posts,’’ Prachanda said.(*)
En Gyanendra konungur í Nepal haft líka mikil og vinsamleg samskipti við bæði Pakistan og Kína, svo hann gæti verið að reyna að losa um böndin við Indland til að geta spilað þessum þrem stórveldum hverju gegn öðru, sjálfum sér til hagsbóta. Nepalski herinn er allavega ekki átorítet sem ég treysti. Indverjar neita líka - að sjálfsögðu - öllum ásökunum. Þeir gætu verið að ljúga líka, eða þeir gætu verið að svara rógi ... þeir hafa sína hagsmuni eins og aðrir.
Sigri hrósandi nepalskir herforingjar fóru með blaðamenn á stað þar sem bardaga var nýlokið, sögðu þeir.
One point however, missed is how can one confirm whether they were actually 50 dead Maoists, or 50 common people, or 50 dead army men in clothes like those of Maoists? (*)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Eins og menn muna gerði George Galloway fræga för til Bandaríkjanna á dögunum og sagði valdinu til syndanna. Það má sjá hér ef það hafði farið fram hjá einhverjum. Scott Ritter fer lofsamlegum - og verðskulduðum - orðum um Galloway:
If only more politicians, British and American alike, were able to display such courage in the face of the atmosphere of neoconservative intimidation prevalent in Washington these days. ...
So, Mr Galloway, please accept from this American three cheers for a job well done.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

American Civil liberties Union bjóða upp á stutt kviss: Ertu á lista hjá FBI? Skemmst er frá því að segja, að ég er að velta fyrir mér hvort Freedom of Information Act gefi mér rétt á að sjá hvort ég sé á skrá hjá þeim... Ætli maður geti snúið sér til sendiráðsins með slíkt?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~

Bagram-flugvöllur í Kabúl (er það ekki þar sem íslensku málaliðarnir vinna?): Fangarnir Habibullah og Dilawar pyntaðir til dauða þótt flestir fangaverðirnir hafi talið þá saklausa. Þegar þeir börðu Dilawar:
"He screamed out, 'Allah! Allah! Allah!' and my first reaction was that he was crying out to his god," Jones said to investigators. "Everybody heard him cry out and thought it was funny."
"It became a kind of running joke, and people kept showing up to give this detainee a common peroneal strike just to hear him scream out 'Allah,"' he said. "It went on over a 24-hour period, and I would think that it was over 100 strikes."

~~~ ~~~ ~~~ ~~~

This so-called ill treatment and torture in detention centers, stories of which were spread everywhere among the people, and later by the prisoners who were freed … were not, as some assumed, inflicted methodically, but were excesses committed by individual prison guards, their deputies, and men who laid violent hands on the detainees.
-- Rudolf Hoess, the SS commandant at Auschwitz.

No comments:

Post a Comment