Sunday, May 15, 2005

Ég vil hvetja alla til að lesa þessa grein, GlobalCorp. eftir Michael C. Ruppert -- hún fjallar, í stuttu máli, um það hvernig Peak Oilvandinn (olíuþurrðin) er ekki lengur í sjónmáli heldur byrjaður. Hvernig það er orðið of seint fyrir okkur að bjarga heiminum, hvernig hnúturinn er orðinn of harður til að verða leystur, hvernig valdablokkirnar eru þegar búnar að fylkja liði fyrir úrslitaátökin, hvernig næstu ár eru síðustu ár okkar svokölluðu siðmenningar. Áður en fólk hristir hausinn yfir þessu "svartagallsrausi" eða "bölsýni" við ég biðja það að lesa greinina sjálfa. Þetta er ekkert gamanmál.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Annars er hugvekja eftir mig á Vantrú í dag.

No comments:

Post a Comment