Wednesday, July 20, 2005

Arna handtekin á Ben Gurion-flugvelli og send úr landi eftir 30 tíma varðhald og yfirheyrslur ... jahérna. Ég hugsa aðþað sé rétt hjá Sveini Rúnari Haukssyni, að störf hennar með ISM eigi sinn þátt í þessu. Út af fyrir sig er ekkert fjarstæðukennt við þetta. Fólk sem kemur til Palestínu til að leggja Palestínumönnum lið er iðulega áreitt og hindrað í störfum sínum, þótt þau séu fullkomlega friðsamleg og meinlaus. Ísraelar vilja ekki að Palestínumenn fái móralskan stuðning við málstað sinn - málstað þjóðfrelsis og mannréttinda.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mótmælendur hlekkja sig við vinnuvélar á Kárahnjúkum ... gott hjá þeim. Gott hjá þeim að tefja framkvæmdir í tvo klukkutíma. Ofbeldisaðgerð? Barnaskapur? Öfgar? Nei: Réttlát reiði vegna valdníðslu og fullkomins skeytingarleysis um umhverfið. Landsvirkjun og svarabræður hennar í Impregilo, Bechtel og Alcoa væri réttast að setja í gapastokk. Allt það sem er svo óeðlilegt við Kárahnjúkavirkjun og Reyðarál - bæði við sjálfa framkvæmdina og við ákvarðanatökuna, umræðuna og allt það - ætti að duga til þess að þjóðin gripi andann á lofti og léti hendur skipta. Hvers vegna gerir fólk ekkert? Þegar þessir auðþursar verða komnir með hendurnar á kaf upp í raskatið á íslenska hagkerfinu munu íslenska ríkisstjórnin ekki hafa neitt yfir þeim að segja lengur: Þeir munu hafa hana í rassvasanum. Efnahagsumsvif = völd. Við erum að undirbúa framsal á drjúgum hluta af fullveldinu. Mörg ríkisstjórn í stærra landi var felld af erlendum stórfyrirtækjum fyrir minni hagsmuni. Ætli íslenskum valdamönnum sé sjálfrátt?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Of all tyrannies, a tyranny exercised for the good of its victims may be the most oppressive. It may be better to live under robber barons than under omnipotent moral busybodies. The robber baron's cruelty may sometimes sleep, his cupidity may at some point be satiated; but those who torment us for our own good will torment us without end, for they do so with the approval of their own conscience. -- C. S. Lewis

~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Naturally the common people don't want war; neither in Russia, nor in England, nor in America, nor in Germany. That is understood. But after all, it is the leaders of the country who determine policy, and it is always a simple matter to drag the people along, whether it is a democracy, or a fascist dictatorship, or a parliament, or a communist dictatorship. Voice or no voice, the people can always be brought to the bidding of the leaders. That is easy. All you have to do is to tell them they are being attacked, and denounce the pacifists for lack of patriotism and exposing the country to danger. It works the same in any country. -- Hermann Göring

No comments:

Post a Comment