Thursday, July 14, 2005

"Pyndingaaðferðirnar sem eru notaðar í Abu Ghraib voru fyrst notaðar í Guantanamo" er sagt í Washington Post.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kantipur Online greinir frá: Leiðtogar þingræðisflokkanna sjö í Nepal taka vel í tilboð Prachanda og maóista um samfylkingu gegn krúnunni, en óska eftir því að maóistar komi fyrst til móts við þá í verki, til að byggja upp traust.
Maóistar eru sagðir hafa komist að samkomulagi við krúnuna um að láta Sameinuðu þjóðirnar taka við stjórn landsins í eitt ár, skipuleggja kosningar, og vinna að friði. Merkilegt þykir mér, ef rétt er.
Lífi dr. Baburam Bhattarai er ógnað af fyrrum vopnabræðrum hans í maóistaflokknum, er sagt.
Madan P. Khanal skrifar: "Nepal: Maoist-Khmer Rouge Comparisons May Be Helpful".
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mér var bent á að einn linkurinn í bloggi mínu frá því á þriðjudaginn er villandi, það var þessi hér. Þar taldi ég mig sumsé vera að vísa í Al Jazeera, í frétt/grein sem vísað var í frá Gagnauga. Í vísuninni á Gagnauga er þessi mynd: ... svo ég, í fljótfærni minni, ályktaði að þetta væri hin eina sanna Al Jazeera. Svo er ekki. Hin eina sanna er á www.aljazeera.net en www.aljazeera.com virðist vera einhver síða sem stelur nafninu þeirra. Ég hef ekki skoðað þá síðarnefndu og hef því ekki myndað mér skoðun á henni - en viðkynningin þykir mér ekki byrja vel. Byrja á því að villa á sér heimildir? Uss. Alla vega, þessari leiðréttingu er hér með komið á framfæri.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Einnig var bent á þetta sem andmæli við ummælum Juans Cole. Vitnað er í þýðanda á MSNBC, sem tók eftir villu í ritningartextanum í yfirlýsingunni - auk þess sem þar kemur fram að í þessari yfirlýsingu ku enginn lýsa tilræðinu á hendur sér, heldur er tilræðismönnunum hrósað í henni. Hins vegar hafi ný-kónar og fjölmiðlar strax hent þetta á lofti og fullyrt að al-Qaeda hafi þarna lýst ábyrgð á verknaðinum. Enn og aftur vil ég taka fram að ég hef hvorki þekkingu á arabísku né íslömskum ritningartextum, og heldur ekki aðgang að yfirlýsingunni margnefndu, þannig að ég hef ekki forsendur til að hafna þessu eða staðfesta það.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Gullverðið heldur áfram að lækka...
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Galloway tjáir sig um sprengingarnar.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Rumsfeld segist telja að Íranir hafi haft puttana í sprengingunni í Netanya í Ísrael.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Ég hlustaði á BBC World Service í dag. Þar var þáttur um hispanic-Bandaríkjamenn sem hafa snúist til íslams. Þeir eru enn ekki margir, en fer nokkuð fjölgandi. Hverfa frá rómversk-kaþólskri trú og taka íslam.
Einhverjar ástæður komu fram, og eina þeirra skil ég ágætlega: Fólki, sem vildi aðhyllast alvöru eingyðistrú, fannst það ekki eiga heima í kaþólsku kirkjunni, en fann í íslam það sem það leitaði að. Ein kona sagði frá því að meðan hún var kaþólsk hefði hún aldrei beðið til Ésú, heldur alltaf beint til gvuðsa. Hún "vissi af Ésú þarna einhvers staðar" en það var gvuðsi sem hún átti eitthvað vantalað við. Þegar hún kynntist íslam áttaði hún sig á því að það væri ólógískt að gvuðsi ætti son, auk þess hvað það væri fáránlegt að hann væri einþrír. Kristni er ekki eingyðistrú ef gvuðsarnir í henni eru einþrír. Gvuðsi íslams er hins vegar bara einn og óskiptur. Eins og einhver sagði, því færri guðir, þess betra.

No comments:

Post a Comment