Monday, July 25, 2005

Ég hef loksins lokið við bókina Um anarkisma sem Siggi pönk gaf út fyrir mánuði síðan. Þessi bók er frábær, en hefði þolað prófarkarlestur. Það sem höfundurinn, Nicholas Walter, eignar anarkisma á að mjög miklu leyti við mig. Birgir steig skrefið til fulls þegar hann hafði lesið hana -- ég geng ekki svo langt, en gengst fúslega við því að eiga mikið sameiginlegt með anarkistum. Ég er nefnilega frjálslyndur marxisti.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Nýja sjónvarpsstöðin TeleSUR er komin í loftið! Það verður áhugavert að fylgjast með. Vonandi koma þeir upp enskri síðu líka, eins og Al Jazeera hafa gert. TeleSUR, fyrir þá sem ekki vita, er semsé tilraun stjórnvalda í Venezuela, Kúbu, Argentínu og Uruguay til að vega á móti pró-amerískum áróðri mainstream-sjónvarpsstöðva -- tilraun til að stofna eins konar Al Jazeera Suður-Ameríku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Leppstjórnin í Írak ætlar að láta nýju stjórnarskrána vera undir miklum áhrifum frá Sharía, forneskjulegum og ómannúðlegum lögum íslams. Það líst mér illa á, andskotinn hafi það!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Hins stórgóðu mynd Johns Pilger, Palestine is Still the Issue, er hægt að sjá hérna.

No comments:

Post a Comment