Friday, July 8, 2005

9/11, Madrid, London, Reichstag og fleira


Sannið þið til: Hinir háu herrar, sem Vesturlandabúar lúta, munu nýta sér hryðjuverkin í London til hins ítrasta. Þeir sem gerðu þetta gátu ekki annað en vitað hverjar afleiðingarnar yrðu: Aukið eftirlit með fólki, skert frelsi, skert mannréttindi, aukin leynd og svo framvegis. Cui bono? Ekki múslimar, svo mikið er víst. MI5 eða MI6? Kannski CIA? Eða Mossad? (Ísraelar vissu a.m.k. af þessu fyrirfram.) Ég veit það ekki, en eitt veit ég: Opinberum frásögnum af svona atburðum er ekki treystandi. Mogginn vitnar í einhverja sérfræðinga og er síðan svo smekklegur að birta mynd af saklausum múslimum á bæn með fréttinni. Ætli bryndis@mbl.is hafi valið myndina? Einkar smekklaust. Svo skil ég ekki hvað er verið að hringja í Salmann Tamimi, formann Félags múslima á Íslandi, þann góða mann, eins og hann tengist einhverjum hryðjuverkamönnum eitthvað? Hvers vegna? Hvers vegna? Vantaði fréttamennina bara viðmælanda, einhvern viðmælanda, einhvern sem hlustendur mundu tengja við hryðjuverkamenn? Prentuð útgáfa Morgunblaðsins birti síðan hræðilegar myndir og texta á mörgum, mörgum blaðsíðum. Hvers vegna fá fórnarlömb vestrænna heildsöluhryðjuverka í Írak ekki svona margar blaðsíður og stórar myndir? Eru fórnarlömb okkar minna virði en við?
Nei, þessi hryðjuverk voru ekki framin af neinum „múslimum með blint trúarhatur á heilanum“. Kjaftæði. Þau voru framin til að halda okkur á tánum, óöruggum um eigið skinn, til þess að stjórnvöld geti haft skálkaskjól til að skerða mannréttindi enn frekar. Skerða réttaröryggi, auka eftirlit, herða á ofbeldi o.s.frv. Fjölmiðlar gleypa allt hrátt sem stjórnmálamenn og lögregla segja og áhorfendur virðast gleypa allt hrátt sem fjölmiðlar segja. Hvar er gagnrýnin?
Sprengjuárásirnar í London verður að skoða í samhengi við aðrar óupplýstar árásir, svo sem 11. september 2001 og Madríd 2004. Í báðum tilfellum var vægast sagt margt athugavert við atburðina sjálfa og rannsóknina á þeim. Ég nenni ekki að fara nánar út í það að sinni, læt það nægja að segja að opinbera sagan um 11. september er innistæðulaust bull, ryk sem er slegið í augu okkar.
Hryðjuverkamennirnir sem eiga í hlut eru ekki skuggalegir tuskuhausar sem fela sig undir rúmunum okkar - heldur íklæddir jakkafötum og vinna á virðulegum skrifstofum. Ég trúi ekki á „al Qaeda“ en ég veit að CIA, Mossad og fleiri leyniþjónustur hafa framið óteljandi hryðjuverk í gegn um tíðina og eru hvergi nærri hættar því. Hvergi nærri. Þessar stofnanir og fleiri eru samviskuskert valdatæki siðblindra heimsvaldasinna, sinister útlaga-element í annars gölluðu stjórnkerfi Vesturlanda. Þær eru færar um óhæfuverk, þær hafa langa sakaskrá af þeim, og umbjóðendur þeirra hafa til mikils að vinna.
Ég spyr því aftur: Cui bono?
Sir Ian Blair, lögreglustjóri London, segir „að einn maður hafi ekki verið að verki“ - ég sé hvers vegna þessi snillingur hefur fengið nafnbót. Hann er sennilega klárari en flestir starfsbræður hans. Ekki einn maður að verki? Þvílíkur snillingur. Fjórar sprengjur á fjórum stöðum sem springa á næstum því sama tíma, það hefði ekki annað hvarflað að mér að sami náunginn hefði komið þeim öllum fyrir!
Þessi glæpamaður hlýtur síðan titilinn hræsnari vikunnar. Hann
„sagði það sorglegt að hryðjuverkamenn skuli gera árás sama dag og ráðamenn væru að vinna að lausn fátækra í Afríku. Að lokum lofaði Blair því að hryðjuverkamönnum myndi aldrei takast að brjóta vesturlönd á bak aftur.“
Vá, þessi karl hefur lært sitt fag: Ég veit ekki hvort ég gæti snúið eins kyrfilega út úr sannleikanum í einni setningu. Þessari meintu hjálp við Afríku hefur George Monbiot gert skil í frábærri grein, og þessum bavíönum um leið. Ráðamenn G-8 ríkjanna
„segja árásirnar ekki bara árás á Bretland heldur á allan hinn siðmenntaða heim. Slíkar árásir verða ekki liðnar. Í yfirlýsingu frá leiðtogunum segir enn fremur að iðnveldin standi þétt saman í málinu og muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að berjast gegn hryðjuverkum. Hryðjuverkamenn muni aldrei geta sigrað.“
Það er í gangi keppni um hver geti klæmst á þjáningum fórnarlambanna með mest krassandi hætti - „þetta er ekki árás á Breta heldur á sakleysið“ - „árás á fegurð og húmanísk gildi“ - „sorglegir menn sem meta dauðann meira en lífið“ - þetta er hvert öðru heimskulegra og íslenskir ráðherrar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Meðan grey leiðtogarnir miklu voru í sakleysi sínu að vinna að því að bjarga heiminum komu hin samviskulausu illmenni og voru vondir.
Þessi „óþekktu al-Qaida samtök“ sem segjast vera ábyrg þori ég að veðja að eru ekki einu sinni til í alvörunni, nema sem frontur fyrir áðurnefnd sinister element í stjórnkerfinu hjá okkur sjálfum - frontur eins og þetta svokallaða „al Qaida“ er í heild sinni.
Í stuttu máli, þegar ég fylgist með fréttum af þessum hörmulega atburði finnst mér eins og ég sé að lesa ævintýri. Fréttaflutningurinn er einfaldlega fjarstæðukenndur. Að fylgjast með þessu, og sjá í gegn um kjaftæðið, er eins og að fylgjast með lygasögu. Og það sem er þyngra en tárum taki, er að ég óttast að flestir gleypi þessa lygasögu hráa. Með öðrum orðum: Hún virkar. Svo lengi sem svona lygi virkar mun hún verða endurtekin. Var það ekki Göring, sem sagði að „auðvitað vildi fólkið ekki stríð. Það yrði að plata það í stríð. Leiðin til þess væri einföld: Láta fólkið bara halda að það væri í hættu, og þá yrði það ólmt að fylgja leiðtogunum hvert sem væri.“ Í því samhengi má minnast þinghússbrunans í Berlín. Atburðirnir 11. september, sprengingar í Madríd og London - þessir atburðir eru sambærilegir við þinghússbrunann í Berlín.
Við getum á næstu misserum og árum horft upp á mannréttindi okkar skerðast. Það verða „okkar eigin“ ríkisstjórnin sem sjá um það og bera ábyrgð á því.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Grunsamlegur farþegi? WTF?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Heiðursmennirnir í NATO grípur til taktískrar gíslatöku.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Mótmælendur á Kárahnjúkum með beinar aðgerðir. Ekki stórar í sniðum, en skemmtilegar og meinlausar.

No comments:

Post a Comment