Monday, July 4, 2005

Hvað ætli Sighvatur Björgvinsson eigi við þegar hann segir "segir um þriðjung Afríkuríkja eiga skilið að fá aukna þróunaraðstoð og setja þurfi henni skilyrði." Við hvaða mælikvarða er stuðst við að meta hvaða ríki "eiga skilið" að vera leyst úr skuldafjötrum og hver ekki? Hvaða lönd skyldu lenda í fyrri flokknum og hver í þeim síðari? Það væri athyglisvert að fá nánari skýringar á þessu!
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Enn skrifar meistari Avnery um Sharon og landtökumennina á Gaza. Ég ætla ekki að fara að endursegja greinina hans, en mæli þess frekar með því að hún sé lesin. (Hún er ekki svo löng.)
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Kaliforníska þjóðvarðliðið infiltrerar fámenn mótmæli friðarsinna. Á aðeins 35 manna mótmælum (já, þau geta verið fámenn víðar en á Íslandi...) er talið að a.m.k. 2 óeinkennisklæddir þjóðvarðliðar hafi verið á meðal. Þetta minnir mig helst á ein mótmælin við Stjórnarráðið nú í vor. Þangað mættu 6 manns, úr SHA og MFÍK -- og til að hafa nú örugglega hemil á þessu óða fólki hafði lögreglan viðbúnað upp á heila sex bíla! Ég var fjarri herlegheitunum í þetta sinn, en þegar mér var sagt frá þessu datt mér helst í hug að ef maður vildi starta glæpaöldu væri best að byrja á að fá svona 30 manns til að mótmæla í einu - jafnvel á fleiri en einum stað - og þá yrði lögreglulið bæjarins bundið þar og bandíttarnir gætu athafnað sig óáreittir.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Æðsta sendifulltrúa Egypta rænt af vopnuðum mönnum í Baghdad.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Þrátt fyrir fögur fyrirheit virðast nepalskir maóistar hvergi nærri hættir að myrða óbreytta borgara. Er Prachanda formaður ekki maður orða sinna? Hefur hann ekki stjórn á mönnum sínum? Eða eru önnur öfl að sverta maóistana? (Í hreinskilni sagt, þykir mér síðasta skýringin ósennileg.)

No comments:

Post a Comment