Thursday, July 28, 2005

Þið ættuð að lesa færslur undanfarinna daga hjá honum Þórði. Þar er ýmislegt sem vit er í. Dæmi:

Síðasta sunnudag, vísað í greinar Jóhannesar Bjarnar um hina komandi olíukreppu.
Síðasta mánudag, langt mál um nýkóna á Íslandi og annarsstaðar, lang mál sem ég held að ég eigi eftir að tjá mig meira um áður en yfir lýkur.
Síðasta þriðjudag um öryggi fólks í Bretlandi ef það er svo óheppið að vera dökkhært og jarpt á hörund.
Seinna sama dag um Ann Coulter sem Þ.I. kallar réttilega "þessa mögnuðu, hrokafullu, öfgafullu hægrisinnuðu dræsu"
...og loks, snemma að kvöldi sama dags, um mótmæli á Kárahnjúkum.
Já ... þið ættuð að lesa þetta. Þið hefðuð gott af því.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
"London Bombing Aftermath: The Spin Continues" er nýleg grein á Propaganga Matrix, eftir Paul Joseph Watson. Höfundur spyr áleitinna spurninga og veltir upp áleitnum sjónarmiðum varðandi 7/7-sprengingarnar í London ... já, ég, fyrir mitt leyti, legg ekki trúnað á opinberu söguna um atburðina þá. Hvað akkúrat gerðist veit ég ekki, en ótrúverðugum sögum trúi ég ekki. (Það minnir mig á nýlegt loforð mitt um að setja fram hýpótesu um hryðjuverk og heimsvaldastefnu og tengsl þar á milli ... þarf að fara að koma því í verk.9

No comments:

Post a Comment