Wednesday, May 3, 2006

Borgarastéttin, fyrst með fréttirnar

Það eru um 4 ár síðan ég las greinina Interrogation at the US Border, þar sem John Clarke segir farir sínar ekki sléttar. Lesið hana, hún er merkileg. Nú greinir Morgunblaðið frá: „FBI njósnar um friðarsinna í Bandaríkjunum“ -- í alvöru talað, vissu þetta ekki allir?
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Olíuverð hækkar vegna spennunnar í samskiptum Írana við umheiminn“ segir Mogginn líka. Það er ekki rétt. Ástæðan fyrir því að olíuverð fer hækkandi er einföld: Olían fer þverrandi á sama tíma og eftirspurnin fer vaxandi.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Evo Morales stendur sig eins og hetja! Ég vona að hann haldi áfram á réttri braut; hann, Chavez og Castró eru efnilegt þríeyki.
~~~ ~~~ ~~~ ~~~
Fyrirhugað stjórnlagaþing í Nepal verður skrípaleikur, er ég hræddur um. Það verður kallað saman af þingi sem situr með blessun kóngsins og kóngurinn hefur ráð hersins í hendi sér. Ef þetta þing velur áframhaldandi einveldi, þá verður það. Ef það velur lýðveldi, þá mun kóngurinn ekki stíga úr hásætinu af fúsum vilja. Með öðrum orðum, þetta er tilgangslaust og flækir málin.

No comments:

Post a Comment